Uppfært: Breyta ekki nafni bandarísku starfseminnar í Voltswagen Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2021 14:50 Volt er mælieining rafspennu, táknuð með V, og nefnd eftir ítalska eðlisfræðingnum Alessandro Volta. Volkswagen Uppfært: Volkswagen laug til um nafnabreytingu. Volkswagen í Bandaríkjunum er ekki að fara að breyta nafni félagsins í Voltswagen líkt og kom fram í fréttum í gær. Um var að ræða markaðsbrellu. Sjá nýja frétt hér: Upprunalega fréttin: Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur staðfest að starfsemi félagsins í Bandaríkjunum muni framvegis ganga undir nafninu „Voltswagen of America“. Með nafnabreytingunni er ætlunin að undirstrika þær áherslubreytingar að aukinn kraftur verði færður í framleiðslu rafbíla. Nafnabreytingin mun taka gildi í maí, en tilkynning Volkswagen kemur í kjölfar þess að fjöldi fjölmiðla greindi frá því að drög að yfirlýsingu hafi fyrir mistök við birt á heimasíðu bílaframleiðandans þar sem þetta var tíundað. „Það má vera að við breytum K-inu í T, en það sem við breytum ekki er skuldbinding okkar til að framleiða bestu bílana fyrir ökumenn og fólk alls staðar,“ er haft eftir Scott Keogh, forstjóra Volkswagen í Bandaríkjunum. Framleiðandinn hefur lýst því yfir að hann ætli sér að selja milljón rafbíla fyrir árið 2025. Volkswagen mun áfram merkja bensíndrifna bíla sína með dökkbláu merki en merkið á rafbílunum verður ljósblátt. Reuters segir frá því að Voltswagen muni standa á öllum rafbílum, en á bensín- og dísildrifnum bílum verði að finna hið hefðbundna VW merki. Nafnabreytingin mun ekki hafa áhrif á önnur vörumerki Volkswagen, eins og Audi, Porsche eða Bentley. Volkswagen of America var stofnað árið 1955. Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Þýskaland Bandaríkin Vistvænir bílar Mest lesið Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sjá nýja frétt hér: Upprunalega fréttin: Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur staðfest að starfsemi félagsins í Bandaríkjunum muni framvegis ganga undir nafninu „Voltswagen of America“. Með nafnabreytingunni er ætlunin að undirstrika þær áherslubreytingar að aukinn kraftur verði færður í framleiðslu rafbíla. Nafnabreytingin mun taka gildi í maí, en tilkynning Volkswagen kemur í kjölfar þess að fjöldi fjölmiðla greindi frá því að drög að yfirlýsingu hafi fyrir mistök við birt á heimasíðu bílaframleiðandans þar sem þetta var tíundað. „Það má vera að við breytum K-inu í T, en það sem við breytum ekki er skuldbinding okkar til að framleiða bestu bílana fyrir ökumenn og fólk alls staðar,“ er haft eftir Scott Keogh, forstjóra Volkswagen í Bandaríkjunum. Framleiðandinn hefur lýst því yfir að hann ætli sér að selja milljón rafbíla fyrir árið 2025. Volkswagen mun áfram merkja bensíndrifna bíla sína með dökkbláu merki en merkið á rafbílunum verður ljósblátt. Reuters segir frá því að Voltswagen muni standa á öllum rafbílum, en á bensín- og dísildrifnum bílum verði að finna hið hefðbundna VW merki. Nafnabreytingin mun ekki hafa áhrif á önnur vörumerki Volkswagen, eins og Audi, Porsche eða Bentley. Volkswagen of America var stofnað árið 1955.
Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Þýskaland Bandaríkin Vistvænir bílar Mest lesið Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira