Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2021 23:42 Réttarhöldin yfir Derek Chauvin hafa vakið upp mikil mótmæli að nýju. EPA-EFE/CRAIG LASSIG Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. Réttarhöld yfir Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem sakaður er um að hafa orðið Floyd að bana, setanda nú yfir. Chauvin er sagður hafa valdið dauða Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur við handtöku í maí í fyrra. Seth Bravinder, bráðaliði, sagði að hann hafi beðið Chauvin að hætta að krjúpa á hálsi Floyd svo að hann gæti veitt honum skyndihjálp. Hann sagði að í fyrstu hafi útkallið sem barst ekki verið flokkað þannig að líf væri í hættu en það breyttist fljótt. Hann sagði að í fyrstu hafi hann haldið að lögreglumenn á vettvangi og Floyd tækjust á en þegar þeir hafi mætt á vettvang hafi fljótt komið í ljós að Floyd væri ekki með lífsmarki. „Ég reyndi að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu“ Í myndbandsupptökum sem teknar voru á vettvangi sést Bravinder benda á Chauvin og sagði Bravinder að hann hafi þá verið að biðja Chauvin um að færa sig svo að hann „kæmist að sjúklingnum.“ Derek Smith, félagi Bravinders, staðfesti þetta og sagðist hafa athugað hvort hann gæti fundið púls hjá Floyd. „Til þess að vera alveg skýr þá hélt ég að hann væri dáinn,“ sagði Smith í dag. „Þegar ég mætti á vettvang var enginn að veita sjúklingnum læknisaðstoð,“ sagði Smith. Bráðaliðarnir lýstu því hvernig þeir færðu Floyd yfir á sjúkrabörur og inn í sjúkrabíl til þess að hefja fyrstu hjálp. Smith sagði að á einum tímapunkti hafi hann haldið að hann gæti séð rafvirkni frá hjarta Floyds og hann hafi í kjölfarið gefið honum raflost í von um að koma hjartanu aftur af stað. „Hann var manneskja og ég var að reyna að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu,“ sagði Smith. Þá lýsti Bravinder því að á leiðinni á sjúkrahúsið hafi hann stöðvað sjúkrabílinn til að hjálpa Smith eftir að hjartalínurit sýndi að engin virkni væri í hjarta Floyds. Allar frekari tilraunir til endurlífgunar mistókust. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Réttarhöld yfir Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem sakaður er um að hafa orðið Floyd að bana, setanda nú yfir. Chauvin er sagður hafa valdið dauða Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur við handtöku í maí í fyrra. Seth Bravinder, bráðaliði, sagði að hann hafi beðið Chauvin að hætta að krjúpa á hálsi Floyd svo að hann gæti veitt honum skyndihjálp. Hann sagði að í fyrstu hafi útkallið sem barst ekki verið flokkað þannig að líf væri í hættu en það breyttist fljótt. Hann sagði að í fyrstu hafi hann haldið að lögreglumenn á vettvangi og Floyd tækjust á en þegar þeir hafi mætt á vettvang hafi fljótt komið í ljós að Floyd væri ekki með lífsmarki. „Ég reyndi að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu“ Í myndbandsupptökum sem teknar voru á vettvangi sést Bravinder benda á Chauvin og sagði Bravinder að hann hafi þá verið að biðja Chauvin um að færa sig svo að hann „kæmist að sjúklingnum.“ Derek Smith, félagi Bravinders, staðfesti þetta og sagðist hafa athugað hvort hann gæti fundið púls hjá Floyd. „Til þess að vera alveg skýr þá hélt ég að hann væri dáinn,“ sagði Smith í dag. „Þegar ég mætti á vettvang var enginn að veita sjúklingnum læknisaðstoð,“ sagði Smith. Bráðaliðarnir lýstu því hvernig þeir færðu Floyd yfir á sjúkrabörur og inn í sjúkrabíl til þess að hefja fyrstu hjálp. Smith sagði að á einum tímapunkti hafi hann haldið að hann gæti séð rafvirkni frá hjarta Floyds og hann hafi í kjölfarið gefið honum raflost í von um að koma hjartanu aftur af stað. „Hann var manneskja og ég var að reyna að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu,“ sagði Smith. Þá lýsti Bravinder því að á leiðinni á sjúkrahúsið hafi hann stöðvað sjúkrabílinn til að hjálpa Smith eftir að hjartalínurit sýndi að engin virkni væri í hjarta Floyds. Allar frekari tilraunir til endurlífgunar mistókust.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23