„Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2021 08:00 Ivan í leik gegn ÍR fyrr í vetur. Leik sem Þórsarar töpuðu naumlega en þeir hafa komið öllum í opna skjöldu með frábæru gengi sínu. vísir/vilhelm Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. Liðin í sjötta sæti Domino´s deildarinnar, Þór, er lið sem flestir héldu að yrði að berjast mun neðar í töflunni en eru þess í stað í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppni. Einn þeirra sem hefur farið á kostum er Ivan Aurrecoechea Alcolado. „Ivan er búinn að vera sturlað góður. Það sem hann er að gefa til liðsins, burt séð frá tölunum, hvað varðar vinnusemi og dugnað. Þetta er þvílíkur gullmoli. Hann er einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Hann er svo ofboðslega duglegur og svoleiðis leikmenn eru gulls ígildi í okkar deild. Þegar að það blandast við einhverjir smá hæfileikar líka þá ertu kominn með frábæran leikmann. Hann er mikið í leiknum, hleypur fram og til baka og ég veit ekki hversu oft í vetur að hann sé kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik,“ bætti Teitur Örlygsson við. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsliðinu í byrjun tímabilsins og Teitur segir að orka Bjarka skili sér út í liðið. „Þetta skiptir Bjarka miklu máli og þetta smitast út í leikmenn. Hann er með þessa karakter í Ivan og Basil. Ég hef oft sagt það að þegar bestu leikmennirnir berjast mest þá er það draumur fyrir þjálfara. Því aðrir leikmenn líta út eins og bjánar á vellinum ef þú fylgir ekki með og þá finnurðu það strax.“ „Það er „beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu leikmennirnir,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Þór Ak. og Grindavík Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar og þetta sagði Teitur um Grindavík: „Þeir fóru algjörlega „under the radar“ með hálf lamað í byrjun og ég held að þeir hafa verið heppnir hvernig leikirnir röðuðust. Þeir unnu fullt af sigrum og unnu fjóra fyrstu leikina.“ „Þeir eru dálítið búnir að lifa á því en svo erum við búnir að sjá tvær hliðar á Grindavík. Sú versta var í fyrsta leikhluta í síðasta leik en svo hafa þeir líka leikið virkilega vel. Mér finnst þetta frábært að vera í fimmta sæti í þessari deild.“ Benedikt veit ekki hvort að þeir séu hins vegar fimmta besta lið deildarinnar, þrátt fyrir töfluna, sem er sögð aldrei ljúga. „Þetta er frábær árangur hjá þeim en eru þeir fimmta besta liðið? Ég veit það ekki. Ég held ekki.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Þór Akureyri Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Sjá meira
Liðin í sjötta sæti Domino´s deildarinnar, Þór, er lið sem flestir héldu að yrði að berjast mun neðar í töflunni en eru þess í stað í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppni. Einn þeirra sem hefur farið á kostum er Ivan Aurrecoechea Alcolado. „Ivan er búinn að vera sturlað góður. Það sem hann er að gefa til liðsins, burt séð frá tölunum, hvað varðar vinnusemi og dugnað. Þetta er þvílíkur gullmoli. Hann er einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Hann er svo ofboðslega duglegur og svoleiðis leikmenn eru gulls ígildi í okkar deild. Þegar að það blandast við einhverjir smá hæfileikar líka þá ertu kominn með frábæran leikmann. Hann er mikið í leiknum, hleypur fram og til baka og ég veit ekki hversu oft í vetur að hann sé kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik,“ bætti Teitur Örlygsson við. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsliðinu í byrjun tímabilsins og Teitur segir að orka Bjarka skili sér út í liðið. „Þetta skiptir Bjarka miklu máli og þetta smitast út í leikmenn. Hann er með þessa karakter í Ivan og Basil. Ég hef oft sagt það að þegar bestu leikmennirnir berjast mest þá er það draumur fyrir þjálfara. Því aðrir leikmenn líta út eins og bjánar á vellinum ef þú fylgir ekki með og þá finnurðu það strax.“ „Það er „beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu leikmennirnir,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Þór Ak. og Grindavík Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar og þetta sagði Teitur um Grindavík: „Þeir fóru algjörlega „under the radar“ með hálf lamað í byrjun og ég held að þeir hafa verið heppnir hvernig leikirnir röðuðust. Þeir unnu fullt af sigrum og unnu fjóra fyrstu leikina.“ „Þeir eru dálítið búnir að lifa á því en svo erum við búnir að sjá tvær hliðar á Grindavík. Sú versta var í fyrsta leikhluta í síðasta leik en svo hafa þeir líka leikið virkilega vel. Mér finnst þetta frábært að vera í fimmta sæti í þessari deild.“ Benedikt veit ekki hvort að þeir séu hins vegar fimmta besta lið deildarinnar, þrátt fyrir töfluna, sem er sögð aldrei ljúga. „Þetta er frábær árangur hjá þeim en eru þeir fimmta besta liðið? Ég veit það ekki. Ég held ekki.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Þór Akureyri Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik