Bóluefni virðast örugg og veita bæði móður og barni vörn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2021 13:19 Óléttar konur eru í aukinni áhættu þegar kemur að Covid-19. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að það sé bæði öruggt og áhrifaríkt að bólusetja þungaðar konur. Þá benda þær til þess að bólusetning veiti barninu einnig vörn gegn Covid-19. Fleiri en 82 þúsund óléttar konur hafa greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum og 90 hafa látist af völdum sjúkdómsins. Lyfjafyrirtækin vinna nú að eigin rannsóknum, þeirra á meðal Pfizer, þar sem 4 þúsund þungaðar konur verða bólusettar. Niðurstöðurnar hér að ofan birtust nýlega í The American Journal of Obstetrics and Gynecology. Þátttakendur voru 131 og höfðu allir verið bólusettir með bóluefnum frá annað hvort Pfizer eða Moderna. Konurnar voru á aldrinum 18 til 45 ára en 84 voru óléttar þegar þær voru bólusettar, 31 með barn á brjósti og 16 ekki þungaðar. Blóðprufur voru teknar eftir fyrri skammt, eftir seinni skammt og sex vikum eftir seinni skammt. Þegar niðurstöðurnar voru bornar saman við ónæmi meðal kvenna sem höfðu greinst með Covid-19 á meðgöngu, kom í ljós að ónæmisviðbragðið af völdum bóluefnanna var öflugra. Það gefur til kynna að jafnvel þótt einstaklingur hafi fengið Covid-19 veiti bólusetning meiri vörn. Aukaverkanir voru almennt vægar, meðal annars sársauki á stungustað, vöðvaverkir og hiti. Það sem kom hins vegar ef til vill mest á óvart var að ónæmisfrumur fundust í blóðinu úr naflastrengnum og í brjóstamjólkinni. Þetta bendir til þess að fóstrið eða barnið öðlist einnig einhverja vernd þegar konan er bólusett. Þótt dauðsföll og alvarleg veikindi af völdum Covid-19 séu fremur fátíð eru óléttar konur í aukinni áhættu. Sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf en niðurstöðurnar séu engu að síður jákvæðar, þar sem engar alvarlegar aukaverkanir hafa komið upp og fram til þessa bendi allt til þess að bólusetningar gætu bætt líkur þungaðra kvenna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Fleiri en 82 þúsund óléttar konur hafa greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum og 90 hafa látist af völdum sjúkdómsins. Lyfjafyrirtækin vinna nú að eigin rannsóknum, þeirra á meðal Pfizer, þar sem 4 þúsund þungaðar konur verða bólusettar. Niðurstöðurnar hér að ofan birtust nýlega í The American Journal of Obstetrics and Gynecology. Þátttakendur voru 131 og höfðu allir verið bólusettir með bóluefnum frá annað hvort Pfizer eða Moderna. Konurnar voru á aldrinum 18 til 45 ára en 84 voru óléttar þegar þær voru bólusettar, 31 með barn á brjósti og 16 ekki þungaðar. Blóðprufur voru teknar eftir fyrri skammt, eftir seinni skammt og sex vikum eftir seinni skammt. Þegar niðurstöðurnar voru bornar saman við ónæmi meðal kvenna sem höfðu greinst með Covid-19 á meðgöngu, kom í ljós að ónæmisviðbragðið af völdum bóluefnanna var öflugra. Það gefur til kynna að jafnvel þótt einstaklingur hafi fengið Covid-19 veiti bólusetning meiri vörn. Aukaverkanir voru almennt vægar, meðal annars sársauki á stungustað, vöðvaverkir og hiti. Það sem kom hins vegar ef til vill mest á óvart var að ónæmisfrumur fundust í blóðinu úr naflastrengnum og í brjóstamjólkinni. Þetta bendir til þess að fóstrið eða barnið öðlist einnig einhverja vernd þegar konan er bólusett. Þótt dauðsföll og alvarleg veikindi af völdum Covid-19 séu fremur fátíð eru óléttar konur í aukinni áhættu. Sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf en niðurstöðurnar séu engu að síður jákvæðar, þar sem engar alvarlegar aukaverkanir hafa komið upp og fram til þessa bendi allt til þess að bólusetningar gætu bætt líkur þungaðra kvenna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira