Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær kom fram að vindáttin á svæðinu yrði ekki hagstæð fyrr en um hádegi í dag. Þó mætti búast við köldu veðri, frosti á bilinu 3 til 7 stig, og þyrftu göngugarpar því að búa sig vel undir gönguna.
„Þeir sem hyggjast leggja leið sína að gosstöðvunum eftir hádegi á morgun ættu að huga vel að því að það verður kalt og vindkæling gæti orðið töluverð í ofanálag,“ sagði í tilkynningu lögreglu.