Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. apríl 2021 00:06 Sótt hefur verið að Kim Kielsen að undanförnu. Spennandi kosningar eru framundan á Grænlandi, einkum þegar þær eru settar í stærra samhengi við kapphlaup efnameiri þjóða um ítök á Norðurslóðum. Getty/Matthew Eisman Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. Kosningarnar fara fram í skugga samkeppni stórvelda á borð við Kína, Bandaríkin og Rússland um ítök á Norðurslóðum. Stór fjárfestingaráform eru uppi um verkefni við námugröft á Grænlandi, framkvæmd sem spilað hefur sína rullu í aðdraganda kosninganna. Erlendar stjórfjárfestingar og pólitísk átök Þegar einn stærsti fréttamiðll Grænlands, Sermitsiaq, er opnaður blasir við stærðarinnar auglýsingaborði frá ástralska fyrirtækinu Greenland Minerals Ltd. Fyrirtækið hefur í pípunum Kvanefjeld-námuverkefnið svokallaða, risavaxið fjárfestingarverkefni í námugreftri eftir verðmætum jarðefnum til útflutnings. Fjárfestar á bak við verkefnið eru langt frá því að vera aðeins ástralskir þótt fyrirtækið sé það að nafninu til. Grænlensk stjórnvöld hafa séð von um að stórframkvæmdir á borð við Kvanefjeld-verkefnið geti verið mikilvægur liður í efnahagslegri uppbyggingu þjóðarbúsins en sitt sýnist hverjum. Siumut, flokkur Kielsen forsætisráðherra, hefur stutt verkefnið á meðan einn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Inuit Ataqatigiit, leggst gegn verkefninu. Skoðanakannanir benda til þess að Inuit Ataqatigiit gæti farið með sigur í kosningunum sem gæti haft tilheyrandi afleiðingar fyrir verkefnið. Kvanefjeld-verkefnið auk annarra fyrirhugaðra námuvinnsluverkefna á Suður-Grænlandi, hafa þegar vakið athygli út fyrir landsteinana. Kínverjar hafa verið leiðandi í fjárfestingum hvað varðar slík verkefni og hefur áhugi Kínverja á svæðinu meðal annars vakið ákveðinn ugg dönsku utanríkisþjónustunnar. Innanflokksátök í miðri kosningabaráttu Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í febrúar að boða til kosninga sem fram fara þann 6. apríl, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Flokkurinn Demokraatit sagði skilið við samsteypustjórn flokksins, Siumut og Nunatta Qitornai í byrjun febrúar sem varð til þess að eftir stóð veik minnihlutastjórn sem einungis naut stuðnings ellefu þingmanna. Mikil átök hafa verið innan Siumut, flokks Kielsens, síðustu vikur og mánuði, en Erik Jensen bolaði honum úr formannsembætti í nóvember. Kielsen fékk tölvupóst á föstudaginn frá forystu flokksins um að gerðar hafi verið breytingar sem hefðu í för með sér að hann myndi ekki taka þátt í sjónvarpskappræðunum þann dag. Ákvörðunin kom Kielsen í opna skjöldu að því er fram kemur í umfjöllun grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq í dag. Kielsen kom af fjöllum „Auðvitað varð ég hissa yfir ákvörðuninni. Ef ég hefði vitað þetta fyrir fram, að ég ætti ekki að taka þátt í kappræðunum, þá hefði ég getað farið til Paamiut með strandskipinu og tekið þátt í kosningafundi þar. Nú fór ég líka á mis við tækifærið til að taka þátt í kosningafundinum í Paamiut,“ segir Kielsen í samtali við Sermitsiaq. Kielsen vísar því þó á bug að klofningur eigi sér stað innan flokksins. Nýr formaður flokksins, Erik Jensen, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en ítrekaði að kosningabaráttan snúist um að hafa betur gegn öðrum flokkum. „Okkar keppinautar eru ekki flokksfélagar okkar. Markmið okkar er að vinna hina flokkana. Ég reyni að vinna kosningarnar á vegum Siumut,“ sagði Jensen við Sermitsiaq. Grænlensku stjórnarnmálaflokkarnir Demokraatit og Samarbejdspartiet tapa fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Forystufólk flokkanna kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af niðurstöðum kannana og halda kosningabaráttu sinni áfram á lokametrunum fyrir kosningar. Grænland Norðurslóðir Fréttaskýringar Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Sjá meira
Kosningarnar fara fram í skugga samkeppni stórvelda á borð við Kína, Bandaríkin og Rússland um ítök á Norðurslóðum. Stór fjárfestingaráform eru uppi um verkefni við námugröft á Grænlandi, framkvæmd sem spilað hefur sína rullu í aðdraganda kosninganna. Erlendar stjórfjárfestingar og pólitísk átök Þegar einn stærsti fréttamiðll Grænlands, Sermitsiaq, er opnaður blasir við stærðarinnar auglýsingaborði frá ástralska fyrirtækinu Greenland Minerals Ltd. Fyrirtækið hefur í pípunum Kvanefjeld-námuverkefnið svokallaða, risavaxið fjárfestingarverkefni í námugreftri eftir verðmætum jarðefnum til útflutnings. Fjárfestar á bak við verkefnið eru langt frá því að vera aðeins ástralskir þótt fyrirtækið sé það að nafninu til. Grænlensk stjórnvöld hafa séð von um að stórframkvæmdir á borð við Kvanefjeld-verkefnið geti verið mikilvægur liður í efnahagslegri uppbyggingu þjóðarbúsins en sitt sýnist hverjum. Siumut, flokkur Kielsen forsætisráðherra, hefur stutt verkefnið á meðan einn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Inuit Ataqatigiit, leggst gegn verkefninu. Skoðanakannanir benda til þess að Inuit Ataqatigiit gæti farið með sigur í kosningunum sem gæti haft tilheyrandi afleiðingar fyrir verkefnið. Kvanefjeld-verkefnið auk annarra fyrirhugaðra námuvinnsluverkefna á Suður-Grænlandi, hafa þegar vakið athygli út fyrir landsteinana. Kínverjar hafa verið leiðandi í fjárfestingum hvað varðar slík verkefni og hefur áhugi Kínverja á svæðinu meðal annars vakið ákveðinn ugg dönsku utanríkisþjónustunnar. Innanflokksátök í miðri kosningabaráttu Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í febrúar að boða til kosninga sem fram fara þann 6. apríl, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Flokkurinn Demokraatit sagði skilið við samsteypustjórn flokksins, Siumut og Nunatta Qitornai í byrjun febrúar sem varð til þess að eftir stóð veik minnihlutastjórn sem einungis naut stuðnings ellefu þingmanna. Mikil átök hafa verið innan Siumut, flokks Kielsens, síðustu vikur og mánuði, en Erik Jensen bolaði honum úr formannsembætti í nóvember. Kielsen fékk tölvupóst á föstudaginn frá forystu flokksins um að gerðar hafi verið breytingar sem hefðu í för með sér að hann myndi ekki taka þátt í sjónvarpskappræðunum þann dag. Ákvörðunin kom Kielsen í opna skjöldu að því er fram kemur í umfjöllun grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq í dag. Kielsen kom af fjöllum „Auðvitað varð ég hissa yfir ákvörðuninni. Ef ég hefði vitað þetta fyrir fram, að ég ætti ekki að taka þátt í kappræðunum, þá hefði ég getað farið til Paamiut með strandskipinu og tekið þátt í kosningafundi þar. Nú fór ég líka á mis við tækifærið til að taka þátt í kosningafundinum í Paamiut,“ segir Kielsen í samtali við Sermitsiaq. Kielsen vísar því þó á bug að klofningur eigi sér stað innan flokksins. Nýr formaður flokksins, Erik Jensen, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en ítrekaði að kosningabaráttan snúist um að hafa betur gegn öðrum flokkum. „Okkar keppinautar eru ekki flokksfélagar okkar. Markmið okkar er að vinna hina flokkana. Ég reyni að vinna kosningarnar á vegum Siumut,“ sagði Jensen við Sermitsiaq. Grænlensku stjórnarnmálaflokkarnir Demokraatit og Samarbejdspartiet tapa fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Forystufólk flokkanna kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af niðurstöðum kannana og halda kosningabaráttu sinni áfram á lokametrunum fyrir kosningar.
Grænland Norðurslóðir Fréttaskýringar Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Sjá meira