Uppfært: Beinu útsendingunni er lokið en hér fyrir neðan má sjá nokkrar upptökur úr henni.
Um hádegisbil í dag bárust fréttir af því að ný sprunga hefði opnast norðaustur af upphaflegum gosstöðvum í Geldingadölum. Þunnfljótandi hraun úr sprungunni hefur nú runnið til austurs, ofan í Merardali.
Í kjölfarið var auka mannskapur lögreglu og björgunarsveita kallaður út til að sinna rýmingu á svæðinu, sem sögð er hafa gengið vel. Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan hafa aðstoðað við aðgerðir á svæðinu.
Í fréttinni hér að neðan er að finna vakt þar sem fjallað verður um nýjustu vendingar á svæðinu.