Telja virkni kínverskra bóluefna gegn veirunni litla Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2021 08:04 Starfsmaður meðhöndlar pakka með bóluefni kínverska ríkisfyrirtækisins Sinopharm. AP/Mark Schifelbein Æðsti embættismaður sóttvarna í Kína viðurkennir að virkni bóluefna sem hafa verið þróuð þar gegn kórónuveirunni sé lítil. Yfirvöld íhugi af þessum sökum að blanda efnunum saman til þess að freista þess að auka virknina. Ummælin lét Gao Fu, forstöðumaður Sóttvarnastofnunar Kína, falla á ráðstefnu í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Fátítt er að kínversk yfirvöld gangist við veikleikum sem þessum. Yfirvöld í Peking hafa til þessa dreift hundruð milljónum skammta af kínverskum bóluefnum til annarra landa og hafa auk þess reynt að grafa undan trú á bóluefnum vestrænna ríkja. Engin vestræn bóluefni hafa fengið markaðsleyfi í Kína til þessa. Sinovac, eitt kínversku bóluefnanna, reyndist aðeins hafa 50,4% virkni í að koma í veg fyrir smit með einkennum í rannsókn sem var gerð í Brasilíu. Til samanburðar er bóluefni Pfizer talið hafa 97% virkni. Kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa ítrekað sett spurningamerki við virkni Pfizer-bóluefnisins og öryggi þess. „Það er nú til formlegrar íhugunar hvort að við ættum að nota mismunandi bóluefni úr mismundandi framleiðslu við bólusetningar“ sagði Gao. Í byrjun þessa mánaðar höfðu 34 milljónir manna fengið tvo skammta af kínverskum bóluefnum og 65 milljónir höfðu fengið fyrri skammt. Sérfræðingar telja hugsanlega að auka virkni bólusetninga með því að blanda saman ólíkum bóluefnum. Í Bretlandi rannsaka vísindamenn meðal annars möguleikann á að gefa bóluefni Pfizer og AstraZeneca saman. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýndi mikla misskiptingu í aðgengi að bóluefni í heiminum. Um einn af hverjum fjórum íbúum ríkra landa hafa nú verið bólusettir en aðeins einn af hverjum fimm hundruð í þróunarríkjum. Þá hefur afhending á bóluefni til snauðustu ríkja heims nær stöðvast undanfarna daga. Talað er um að þau ríki gætu því þurft að leita á náðir Kínverja eða Rússa um bóluefni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ummælin lét Gao Fu, forstöðumaður Sóttvarnastofnunar Kína, falla á ráðstefnu í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Fátítt er að kínversk yfirvöld gangist við veikleikum sem þessum. Yfirvöld í Peking hafa til þessa dreift hundruð milljónum skammta af kínverskum bóluefnum til annarra landa og hafa auk þess reynt að grafa undan trú á bóluefnum vestrænna ríkja. Engin vestræn bóluefni hafa fengið markaðsleyfi í Kína til þessa. Sinovac, eitt kínversku bóluefnanna, reyndist aðeins hafa 50,4% virkni í að koma í veg fyrir smit með einkennum í rannsókn sem var gerð í Brasilíu. Til samanburðar er bóluefni Pfizer talið hafa 97% virkni. Kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa ítrekað sett spurningamerki við virkni Pfizer-bóluefnisins og öryggi þess. „Það er nú til formlegrar íhugunar hvort að við ættum að nota mismunandi bóluefni úr mismundandi framleiðslu við bólusetningar“ sagði Gao. Í byrjun þessa mánaðar höfðu 34 milljónir manna fengið tvo skammta af kínverskum bóluefnum og 65 milljónir höfðu fengið fyrri skammt. Sérfræðingar telja hugsanlega að auka virkni bólusetninga með því að blanda saman ólíkum bóluefnum. Í Bretlandi rannsaka vísindamenn meðal annars möguleikann á að gefa bóluefni Pfizer og AstraZeneca saman. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýndi mikla misskiptingu í aðgengi að bóluefni í heiminum. Um einn af hverjum fjórum íbúum ríkra landa hafa nú verið bólusettir en aðeins einn af hverjum fimm hundruð í þróunarríkjum. Þá hefur afhending á bóluefni til snauðustu ríkja heims nær stöðvast undanfarna daga. Talað er um að þau ríki gætu því þurft að leita á náðir Kínverja eða Rússa um bóluefni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
„Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39
Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02