„Veðurspáin hljóðar upp á suðaustan hvassviðri og úrhellisrigningu. Gert er ráð fyrir vindi allt að 20 m/s og úrhellisrigningu upp á 41mm,“ segir í tilkynningu.
Ljóst sé að við veðuraðstæður líkt og búast megi við á morgun verði allar leiðir, hvort heldur er gönguleiðir eða neyðarvegur viðbragðsaðila, eitt forarsvað og því geti reynst erfitt fyrir viðbragðsaðila að bregðast við útköllum og sinna eftirliti á svæðinu.