Á dögunum birtu Makamál viðtal við samfélagsmiðla- og CrossFit stjörnuna Eddu Falak þar sem hún tjáir sig meðal annars um neikvæð skilaboð sem hún hefur fengið eftir að birta myndir af sér fáklæddri. Einnig talar hún um það þegar karlmenn banna kærustum sínum eða dæma þær fyrir að birta myndir þar sem að þeirra mati sést í „of mikið“ hold.
Af hverju ætti ég að þurfa að fela mig ef ég er á föstu? Af hverju ættu strákar að eiga erfitt með það ef kærasta þeirra er sátt í sínu skinni og vill birta fallega mynd af sér?
Á samfélagsmiðlum virðast ekki gilda sömu lögmál um myndbirtingar af fáklæddum karlmönnum og fáklæddum kvenmönnum og er Spurning vikunnar að þessu sinni runnin út frá hugleiðingum um mismunandi viðhorf fólks til þessa máls.
Spurningunni er beint til allra þeirra sem eiga maka.
Hvað finnst þér um að maki þinn birti myndir af sér fáklæddum?
Karlar svara hér:
Konur svara hér: