Veðjað á að hugsanlegur fundur Putíns og Bidens verði í Tékklandi eða á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2021 11:32 Á flest er nú veðjað, meira að segja það hvar Biden og Pútín muni hittast ef af leiðtogafundi þeirra verður. Og þar telst Ísland líklegur kostur. Eflaust spilar þar inn í ógleymanlegur leiðtogafundurinn í Höfða þegar Ronald Regan Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtogi Sovétríkjanna sálugu hittust í Reykjavík 1986. Efnt hefur verið til veðmáls þar sem talið er líklegast að fundur leiðtoga hinna fornu stórvelda verði haldinn í Tékkalandi en Ísland kemur þar fast á hæla. Fátt er það sem menn ekki veðja á. Og nú hefur veðmálafyrirtækið Betsson sett upp sérstakt veðmál þar sem menn geta veðjað á hvar fyrirhugaður mögulegur leiðtogafundur Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta verður. Eins og komið hefur fram á Vísi hefur Biden lagt það til við Pútín að þeir hittist til að fara yfir samskipti þjóðanna en stirð samskipti Rússa við Úkraínumenn eru áhyggjuefni. Þeir tveir hittust í varaforsetatíð Bidens árið 2011. Veðmálastuðlarnir sem sérfræðingar Betsson hafa sett upp eru athyglisverðir. Eins og áður sagði er Tékkland talinn líklegasti fundarstaðurinn, með 3,55 í svokallaðan stuðul. Sem þýðir að ef einhver leggur þúsund krónur á það fær hinn sami til baka 3.550 krónur til baka, verði sú raunin. Ísland er þar fast á hæla með 4 í stuðul og þar á eftir kemur Austurríki með stuðulinn 4,25. Eilítið neðar á blaði eru Finnland (5,25) en þeir tveir möguleikar sem reka lestina, Svíþjóð (15) og Úkraína (18) teljast ólíklegir samkvæmt þeim veðmálaspekúlöntum. Og ef menn vilja veðja á Svíþjóð og Úkraínu og svo fer að þar verði hinn hugsanlegi fundur haldinn, ávaxta menn vel sitt pund; það er margfaldað með stuðlinum. Eins og áður sagði liggur ekki einu sinni enn fyrir hvort fundurinn verði haldinn en veðmálið stendur út apríl, ef ekkert verður af því að Biden og Pútín hittist, þá fellur veðmálið niður og þeir sem lagt hafa undir fá það til baka. Fjárhættuspil Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Sjá meira
Fátt er það sem menn ekki veðja á. Og nú hefur veðmálafyrirtækið Betsson sett upp sérstakt veðmál þar sem menn geta veðjað á hvar fyrirhugaður mögulegur leiðtogafundur Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta verður. Eins og komið hefur fram á Vísi hefur Biden lagt það til við Pútín að þeir hittist til að fara yfir samskipti þjóðanna en stirð samskipti Rússa við Úkraínumenn eru áhyggjuefni. Þeir tveir hittust í varaforsetatíð Bidens árið 2011. Veðmálastuðlarnir sem sérfræðingar Betsson hafa sett upp eru athyglisverðir. Eins og áður sagði er Tékkland talinn líklegasti fundarstaðurinn, með 3,55 í svokallaðan stuðul. Sem þýðir að ef einhver leggur þúsund krónur á það fær hinn sami til baka 3.550 krónur til baka, verði sú raunin. Ísland er þar fast á hæla með 4 í stuðul og þar á eftir kemur Austurríki með stuðulinn 4,25. Eilítið neðar á blaði eru Finnland (5,25) en þeir tveir möguleikar sem reka lestina, Svíþjóð (15) og Úkraína (18) teljast ólíklegir samkvæmt þeim veðmálaspekúlöntum. Og ef menn vilja veðja á Svíþjóð og Úkraínu og svo fer að þar verði hinn hugsanlegi fundur haldinn, ávaxta menn vel sitt pund; það er margfaldað með stuðlinum. Eins og áður sagði liggur ekki einu sinni enn fyrir hvort fundurinn verði haldinn en veðmálið stendur út apríl, ef ekkert verður af því að Biden og Pútín hittist, þá fellur veðmálið niður og þeir sem lagt hafa undir fá það til baka.
Fjárhættuspil Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Sjá meira