Aalborg hefur ekki viljað staðfesta þessar sögusagnir, en Bent Nyegaard, sérfræðingur hjá TV 2 Sport fullyrðir þetta.
Aalborg hefur verið að styrkja liðið sitt umtalsvert á seinustu vikum og mánuðum, en danska stórstjarnan Mikkel Hanssen gengur til liðs við þá sumarið 2022.
Einnig eru sögur í gangi um að Mads Mensah muni ganga til liðs við Aalborg, en það hefur þó ekki verið staðfest.
Samkvæmt heimildarmönnum mínum er Aron Pálmarsson að ganga til liðs við Aalborg Handbold. Mikkel, Mensah og Aron verður svo góð útilína
— Daði Laxdal Gautason (@dadilax) April 17, 2021