Tékkar lýsa eftir sömu Rússum sem sakaðir voru um Skripal-árásina vegna stórrar sprengingar 2014 Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2021 07:37 Sömu menn og ákærðir hafa verið fyrir að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans fóru til Tékklands en þá undir öðrum nöfnum. Lögreglan í Tékklandi Yfirvöld Tékklands vísuðu í gær átján rússneskum erindrekum úr landi og lýstu eftir tveimur rússneskum útsendurum vegna sprengingar í vopnageymslu árið 2014. Útsendararnir sem lýst var eftir eru þeir sömu og voru sakaðir um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok í Salisbury í Bretlandi árið 2018. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í gær að erindrekarnir átján tengdust allir leyniþjónustum Rússlands og hefðu tvo sólarhringa til að yfirgefa landið. Hann sagði ríkisstjórn sína verða að bregðast við upplýsingum sem tengt hafi Rússa við sprenginguna nærri bænum Vrbetice. Samhliða blaðamannafundi Babis lýsti lögreglan eftir þeim tveimur mönnum vegna sprengingarinnar og sagði þá hafa verið í Tékklandi á milli 11. október og 16. október 2014. Sama tíma og sprengingin varð. Fyrst hafi þeir verið í Prag og svo hafi þeir sést nærri vopnageymslunni, samkvæmt frétt BBC. Národní centrála proti organizovanému zlo inu SKPV, ádá v souvislosti s prov ováním okolností záva né trestné innosti o pomoc p i pátrání po dvou osobách. https://t.co/SJ5Opg5gXD#policiepp pic.twitter.com/oACMrPYSbg— Policie R (@PolicieCZ) April 17, 2021 BBC segir að meðal sönnunargagna Tékka sé tölvupóstur sem barst til Imex Group, fyrirtækisins sem rak vopnageymsluna, í aðdraganda sprengingarinnar. Sá póstur átti að vera frá Þjóðvarðliði Tadsíkistan og fjallaði um beiðni fyrir tvo menn til að skoða vopnageymsluna. Mennirnir tveir voru sagðir heita Ruslan Tabarov, frá Tadsíkistan, og Nicolaj Popa, frá Moldóvíu. Myndirnar sem fylgdu tölvupóstinum voru þó af sömu mönnum og ferðuðust til Bretlands árið 2018 undir nöfnunum Ruslan Boshirov og Alexander Petrov. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttir hans. Þegar þeir flugu til Prag í október 2014 notuðust þeir við nöfnin Boshirov og Petrov en ekki nöfnin sem þeir notuðu til að fá að skoða vopnageymsluna. Þeir gistu í Prag í tvær nætur og bókuðu svo hótel í nokkrar nætur til viðbótar, skammt frá vopnageymslunni sem sprakk. Í rauninni er talið að þeir heiti Anatolíj Tsjepiga og Alexander Mishkin og hafa þeir verið opinberaðir sem starfsmenn GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands. Mennirnir eru sagðir hafa tilheyrt sérstakri deild í GRU sem kallaðist Unit 29155 og sérfræðingar telja að hafi verið notuð til launmorða og skemmdarverka. Sprengingin sem um ræðir varð þann 16. október 2014. Um 50 tonn af skotfærum sprungu og dóu tveir í sprengingunni. Þá varð önnur sprenging í vopnageymslu Tékklandi í desember það ár þegar um þrettán tonn af skotfærum sprungu. Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út að stjórnarskrá landsins heimili ekki framsal rússneskra ríkisborgara. Þá kemur fram í frétt Reuters að rússneskir fjölmiðlar hafi eftir formanni utanríkismálanefndar efra þings Rússlands að ásakanir Tékka séu fáránlegar og að ríkisstjórn Rússlands ætti að svara fyrir sig. Tékkland Rússland Tengdar fréttir Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37 „Hefði Rússland staðið að baki taugaeitursárásinni hefði enginn lifað af“ Charlie Rowley, einn þeirra sem varð fyrir taugaeitursárás hitti rússneska sendiherrann. Sendiherrann sagði honum að Rússar gætu ekki borið ábyrgð á árásinni því ef svo væri hefði enginn lifað af. Kærasta Rowley lést vegna eitrunarinnar 7. apríl 2019 13:42 Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44 Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. 3. október 2018 13:14 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í gær að erindrekarnir átján tengdust allir leyniþjónustum Rússlands og hefðu tvo sólarhringa til að yfirgefa landið. Hann sagði ríkisstjórn sína verða að bregðast við upplýsingum sem tengt hafi Rússa við sprenginguna nærri bænum Vrbetice. Samhliða blaðamannafundi Babis lýsti lögreglan eftir þeim tveimur mönnum vegna sprengingarinnar og sagði þá hafa verið í Tékklandi á milli 11. október og 16. október 2014. Sama tíma og sprengingin varð. Fyrst hafi þeir verið í Prag og svo hafi þeir sést nærri vopnageymslunni, samkvæmt frétt BBC. Národní centrála proti organizovanému zlo inu SKPV, ádá v souvislosti s prov ováním okolností záva né trestné innosti o pomoc p i pátrání po dvou osobách. https://t.co/SJ5Opg5gXD#policiepp pic.twitter.com/oACMrPYSbg— Policie R (@PolicieCZ) April 17, 2021 BBC segir að meðal sönnunargagna Tékka sé tölvupóstur sem barst til Imex Group, fyrirtækisins sem rak vopnageymsluna, í aðdraganda sprengingarinnar. Sá póstur átti að vera frá Þjóðvarðliði Tadsíkistan og fjallaði um beiðni fyrir tvo menn til að skoða vopnageymsluna. Mennirnir tveir voru sagðir heita Ruslan Tabarov, frá Tadsíkistan, og Nicolaj Popa, frá Moldóvíu. Myndirnar sem fylgdu tölvupóstinum voru þó af sömu mönnum og ferðuðust til Bretlands árið 2018 undir nöfnunum Ruslan Boshirov og Alexander Petrov. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttir hans. Þegar þeir flugu til Prag í október 2014 notuðust þeir við nöfnin Boshirov og Petrov en ekki nöfnin sem þeir notuðu til að fá að skoða vopnageymsluna. Þeir gistu í Prag í tvær nætur og bókuðu svo hótel í nokkrar nætur til viðbótar, skammt frá vopnageymslunni sem sprakk. Í rauninni er talið að þeir heiti Anatolíj Tsjepiga og Alexander Mishkin og hafa þeir verið opinberaðir sem starfsmenn GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands. Mennirnir eru sagðir hafa tilheyrt sérstakri deild í GRU sem kallaðist Unit 29155 og sérfræðingar telja að hafi verið notuð til launmorða og skemmdarverka. Sprengingin sem um ræðir varð þann 16. október 2014. Um 50 tonn af skotfærum sprungu og dóu tveir í sprengingunni. Þá varð önnur sprenging í vopnageymslu Tékklandi í desember það ár þegar um þrettán tonn af skotfærum sprungu. Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út að stjórnarskrá landsins heimili ekki framsal rússneskra ríkisborgara. Þá kemur fram í frétt Reuters að rússneskir fjölmiðlar hafi eftir formanni utanríkismálanefndar efra þings Rússlands að ásakanir Tékka séu fáránlegar og að ríkisstjórn Rússlands ætti að svara fyrir sig.
Tékkland Rússland Tengdar fréttir Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37 „Hefði Rússland staðið að baki taugaeitursárásinni hefði enginn lifað af“ Charlie Rowley, einn þeirra sem varð fyrir taugaeitursárás hitti rússneska sendiherrann. Sendiherrann sagði honum að Rússar gætu ekki borið ábyrgð á árásinni því ef svo væri hefði enginn lifað af. Kærasta Rowley lést vegna eitrunarinnar 7. apríl 2019 13:42 Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44 Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. 3. október 2018 13:14 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25
Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39
Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37
„Hefði Rússland staðið að baki taugaeitursárásinni hefði enginn lifað af“ Charlie Rowley, einn þeirra sem varð fyrir taugaeitursárás hitti rússneska sendiherrann. Sendiherrann sagði honum að Rússar gætu ekki borið ábyrgð á árásinni því ef svo væri hefði enginn lifað af. Kærasta Rowley lést vegna eitrunarinnar 7. apríl 2019 13:42
Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44
Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. 3. október 2018 13:14