Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að frá 1. apríl hefur komufarþegum með slík vottorð verið gert að fara í eina sýnatöku til að kanna hvort þeir kunni að bera Covid-19 smit.
Af þeim 1106 farþegum sem framvísuðu vottorðum greindust fimm jákvæðir við sýnatöku. Við nánari skoðun hjá Covid-göngudeild Landspítala hafi komið í ljós að enginn var með virkt smit.
Alls komu um 4.800 ferðamenn til landsins fyrri hluta apríl.
Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins.