„Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. apríl 2021 13:31 Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson ræddi við Begga Ólafs í hlaðvarpinu 24/7. Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. Friðrik Dór er nýjasti viðmælandi hlaðvarps Begga Ólafs, 24/7. Í viðtalinu talar hann um að foreldrar séu að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum. „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum sem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gera sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Kennarar mega ekkert Að hans mati er mikið að í kerfinu hjá okkur núna. Nefnir hann kennara sem dæmi. „Þú ert með fullt herbergi á krökkum og þú mátt ekkert gera. Þú mátt ekki vísa barni út úr tíma lengur ekki nema þú sért búinn að tryggja einhvern fylgdarmann því að börn megi ekki vera ein. Það má ekki hækka róminn. Mátt ekki taka síma af krakka því þá ertu að brjóta á frelsi barnsins. Mér finnst við vera kominn upp í algjöra þvælu,“ segir Friðrik Dór meðal annars í þættinum. „Ábyrgðin sem börn og unglinga bera er orðin rosa takmörkuð. Breytingin sem ég er ósammála er sú að í gamla daga ef ég og þú værum að drulla á okkur í skólanum og við erum sendir til skólastjórann svo berst það til eyrna foreldra okkar þá hefðum við verið skammaðir. Af hverju varst þú að gera þetta svona? Auðvitað varstu rekinn úr tíma. En í dag, mundu margir foreldrar fara í kennarann; bíddu hvað varst þú að gera. Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkumsem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gerð sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Þaggað niður í börnum Einnig nefnir hann að það séu einhverjir sem vilji alls ekki segja nei við börnin sín. „Pældu í því. Ef það er eitthvað sem ég leyfi mér að dæma í þessu lífi þá er það það. Það er algjörlega galin nálgun að það megi ekki segja nei. Það er rosalega mikið af fólki sem er að fría sig frá veseni. Fólk keyrir til Akureyrar og krakkinn er í iPad alla leið. Til hvers er það? Er það ekki bara af því að þú vilt fá frið meðan þú keyrir til Akureyrar. Það er verið að þagga niður í börnum með því að rétta þeim iPad.” Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um börnin byrjar eftir klukkutíma og átján mínútur. Í þættinum ræðir Friðrik einnig um sköpunarferlið bak við tónlistina, að kyngja stoltinu, þroska, tilfinningar, ábyrgðarleysi í uppeldi, listina að grípa sig við andlegt niðurrif og margt fleira. Einnig talar hann um fótboltann og allt það sem hann væri til í að segja ungum strákum í fótbolta. Þú getur hlustað á 24/7 á Spotify, podcast appinu og helstu hlaðvarpsveitum. Ásamt því getur þú horft á þættina á Youtube og fundið stuttar klippur á instagramminu hans Begga: @beggiolafs. Börn og uppeldi Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Sjá meira
Friðrik Dór er nýjasti viðmælandi hlaðvarps Begga Ólafs, 24/7. Í viðtalinu talar hann um að foreldrar séu að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum. „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum sem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gera sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Kennarar mega ekkert Að hans mati er mikið að í kerfinu hjá okkur núna. Nefnir hann kennara sem dæmi. „Þú ert með fullt herbergi á krökkum og þú mátt ekkert gera. Þú mátt ekki vísa barni út úr tíma lengur ekki nema þú sért búinn að tryggja einhvern fylgdarmann því að börn megi ekki vera ein. Það má ekki hækka róminn. Mátt ekki taka síma af krakka því þá ertu að brjóta á frelsi barnsins. Mér finnst við vera kominn upp í algjöra þvælu,“ segir Friðrik Dór meðal annars í þættinum. „Ábyrgðin sem börn og unglinga bera er orðin rosa takmörkuð. Breytingin sem ég er ósammála er sú að í gamla daga ef ég og þú værum að drulla á okkur í skólanum og við erum sendir til skólastjórann svo berst það til eyrna foreldra okkar þá hefðum við verið skammaðir. Af hverju varst þú að gera þetta svona? Auðvitað varstu rekinn úr tíma. En í dag, mundu margir foreldrar fara í kennarann; bíddu hvað varst þú að gera. Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkumsem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gerð sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Þaggað niður í börnum Einnig nefnir hann að það séu einhverjir sem vilji alls ekki segja nei við börnin sín. „Pældu í því. Ef það er eitthvað sem ég leyfi mér að dæma í þessu lífi þá er það það. Það er algjörlega galin nálgun að það megi ekki segja nei. Það er rosalega mikið af fólki sem er að fría sig frá veseni. Fólk keyrir til Akureyrar og krakkinn er í iPad alla leið. Til hvers er það? Er það ekki bara af því að þú vilt fá frið meðan þú keyrir til Akureyrar. Það er verið að þagga niður í börnum með því að rétta þeim iPad.” Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um börnin byrjar eftir klukkutíma og átján mínútur. Í þættinum ræðir Friðrik einnig um sköpunarferlið bak við tónlistina, að kyngja stoltinu, þroska, tilfinningar, ábyrgðarleysi í uppeldi, listina að grípa sig við andlegt niðurrif og margt fleira. Einnig talar hann um fótboltann og allt það sem hann væri til í að segja ungum strákum í fótbolta. Þú getur hlustað á 24/7 á Spotify, podcast appinu og helstu hlaðvarpsveitum. Ásamt því getur þú horft á þættina á Youtube og fundið stuttar klippur á instagramminu hans Begga: @beggiolafs.
Börn og uppeldi Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Sjá meira