Fagnar því að fá Valgeir aftur en segir ólíklegt að hann spili í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 13:00 Valgeir Valgeirsson kom með beinum hætti að níu mörkum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. vísir/daníel Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, fagnar því að fá Valgeir Valgeirsson aftur til félagsins. Á föstudaginn var greint frá því að Valgeir myndi spila með HK í sumar eftir að lánssamningur hans við enska B-deildarliðið Brentford rann út. „Í byrjun vikunnar voru einhverjar samræður milli HK og Brentford í gangi. Í grunninn er þetta þannig að Brentford ákvað að nýta sér ekki þennan kauprétt sem þeir áttu. Það eru engar sérstakar ástæður fyrir því, nema bara covid, peninga- og áhorfendaleysi,“ sagði Brynjar við Vísi í dag. Valgeir, sem er átján ára, var besti leikmaður HK á síðasta tímabili en hann skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í Pepsi Max-deildinni. Þótt drengurinn sé smávaxinn er hann hvalreki á fjörur HK. „Ég fagna því að fá góðan leikmann aftur. Hann er kominn til landsins og er í sóttkví. Ég veit ekki hvort hann geti æft með okkur fyrr en á föstudaginn,“ sagði Brynjar sem á síður von á því að Valgeir verði með í fyrsta leik HK í Pepsi Max-deildinni gegn KA á laugardaginn. Engar áhyggjur þrátt fyrir slæm úrslit HK hefur spilað þrjá æfingaleiki undanfarna daga og úrslitin í þeim hafa ekki verið góð. HK tapaði 6-2 fyrir Víkingi, 2-1 fyrir Leikni R. og gerði markalaust jafntefli við Fjölni. Þrátt fyrir það er engan bilbug á Brynjari að finna. „Ég hef engar áhyggjur, alls ekki. Úrslitin hafa ekki verið góð en það var margt gott í leikjunum. Við erum klárir í mótið,“ sagði Brynjar. Vilja fá fleiri stig HK endaði í 9. sæti 2019 og 2020 og verða þar þriðja árið í röð ef spár fjölmiðla rætast. Brynjar segir að HK-ingar stefni ofar en 9. sætið. „Að sjálfsögðu stefnum við hærra og að fá fleiri stig en við fengum í fyrra og hitteðfyrra. Tímabilin eru þó ekki alveg samanburðarhæf því síðasta tímabili lauk snemma. Vonandi komust við hærra í töfluna en þetta verður aftur mjög jafnt, frá toppi og niður úr,“ sagði Brynjar. Keyra á þessum hópi Hann segir að allir leikmenn HK séu klárir í bátana fyrir mót þótt fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson hafi verið meiddur að undanförnu. Brynjar á ekki von á því að bæta við leikmönnum fyrir mót, eða á meðan félagaskiptaglugginn er opinn. „Þetta er hópurinn sem við keyrum á. Við erum með ágætis breidd í flestum stöðum, nema kannski baka til. Þetta er hópurinn sem við erum með í dag og ég sé ekki fram á að við bætum við okkur mönnum,“ sagði Brynjar að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Valgeir myndi spila með HK í sumar eftir að lánssamningur hans við enska B-deildarliðið Brentford rann út. „Í byrjun vikunnar voru einhverjar samræður milli HK og Brentford í gangi. Í grunninn er þetta þannig að Brentford ákvað að nýta sér ekki þennan kauprétt sem þeir áttu. Það eru engar sérstakar ástæður fyrir því, nema bara covid, peninga- og áhorfendaleysi,“ sagði Brynjar við Vísi í dag. Valgeir, sem er átján ára, var besti leikmaður HK á síðasta tímabili en hann skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í Pepsi Max-deildinni. Þótt drengurinn sé smávaxinn er hann hvalreki á fjörur HK. „Ég fagna því að fá góðan leikmann aftur. Hann er kominn til landsins og er í sóttkví. Ég veit ekki hvort hann geti æft með okkur fyrr en á föstudaginn,“ sagði Brynjar sem á síður von á því að Valgeir verði með í fyrsta leik HK í Pepsi Max-deildinni gegn KA á laugardaginn. Engar áhyggjur þrátt fyrir slæm úrslit HK hefur spilað þrjá æfingaleiki undanfarna daga og úrslitin í þeim hafa ekki verið góð. HK tapaði 6-2 fyrir Víkingi, 2-1 fyrir Leikni R. og gerði markalaust jafntefli við Fjölni. Þrátt fyrir það er engan bilbug á Brynjari að finna. „Ég hef engar áhyggjur, alls ekki. Úrslitin hafa ekki verið góð en það var margt gott í leikjunum. Við erum klárir í mótið,“ sagði Brynjar. Vilja fá fleiri stig HK endaði í 9. sæti 2019 og 2020 og verða þar þriðja árið í röð ef spár fjölmiðla rætast. Brynjar segir að HK-ingar stefni ofar en 9. sætið. „Að sjálfsögðu stefnum við hærra og að fá fleiri stig en við fengum í fyrra og hitteðfyrra. Tímabilin eru þó ekki alveg samanburðarhæf því síðasta tímabili lauk snemma. Vonandi komust við hærra í töfluna en þetta verður aftur mjög jafnt, frá toppi og niður úr,“ sagði Brynjar. Keyra á þessum hópi Hann segir að allir leikmenn HK séu klárir í bátana fyrir mót þótt fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson hafi verið meiddur að undanförnu. Brynjar á ekki von á því að bæta við leikmönnum fyrir mót, eða á meðan félagaskiptaglugginn er opinn. „Þetta er hópurinn sem við keyrum á. Við erum með ágætis breidd í flestum stöðum, nema kannski baka til. Þetta er hópurinn sem við erum með í dag og ég sé ekki fram á að við bætum við okkur mönnum,“ sagði Brynjar að lokum.
Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira