Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 12:30 Þungamiðjan í íbúafjölda Bandaríkjanna hefur færst mikið til á undanförnum áratugum. AP/Matt Rourke Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 435 þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er dreift á fimmtíu ríki Bandaríkjanna eftir mannfjölda. AP fréttaveitan segir að fólksflutningar Bandaríkjamanna til suðurs og vesturs hafi staðið yfir í 80 ár. Bandaríkjamenn séu að flytja frá norðausturhluta Bandaríkjanna á höttunum eftir nýjum störfum, ódýrara húsnæði og nýjum borgum. Alls færðust sjö þingsæti til vegna fólksflutninga að þessu sinni. Flutningarnir þykja líklegir til að hagnast Repúblikönum vel í næstu þingkosningum en þeir stjórna flestum ríkisþingum og munu geta teiknað upp ný kjördæmi víða og tryggt þannig áframhaldandi yfirburði sína. Niðurstaðan er þó jákvæðari fyrir Demókrata en búist var við. Heilt yfir færðust sjö þingsæti á milli ríkja. Texas bætti við tveimur og Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína og Oregon bættu hvert við einu. Kalifornía, Illinois, Michigan, New York, Ohio, Pennsylvanía og Vestur-Virginía töpuðu öll einu þingsæti. Í aðdraganda birtingar gagnanna í gær var búist við því að Flórída og Texas myndu fá fleiri þingsæti, á kostnað ríkja þar sem Demókratar eru líklegri til að hljóta atkvæði kjósenda. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kaliforníu sem ríkið missir þingsæti en fólksfjölgun í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna dróst saman á síðasta áratug. Það hefur sömuleiðis vakið athygli að einungis 89 íbúum munaði upp á það að New York myndi ekki tapa þingsæti sínu til Minnesota. New York hefur tapað þingsætum samfleytt frá fimmta áratug síðustu aldar, úr 45 í 26 í dag. Samhliða því hefur þingmönnum Flórída fjölgað úr átta í 28. New York hefur tapað þingsætum samfellt í áratugi.AP/Mark Lennihan Kalifornía er með 52 þingsæti, Texas með 38 og Flórída með 28. New York er með 26. Nú stendur yfir vinna við að teikna upp nýja kjördæmaskipan í ríkjum Bandaríkjanna. Sú vinna fer á fullt í ágúst, þegar birt verður nákvæmt yfirlit yfir hvar fólk býr og búist er við því að henni undir lok þessa árs. Repúblikanar eru í mun betri stöðu til að teikna kjördæmi sér í hag, samkvæmt greiningu Washington Post. Á það sérstaklega við ríki þar sem Repúblikanar stjórna ferlinu alfarið eins og Texas, Flórída, Georgíu og Norður-Karólínu. Nú eru Demókratar með eingöngu fimm manna meirihluta í fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico munu breytingarnar nýtast Repúblikönum í að tryggja sér meirihluta þar í kosningum næsta árs. Það að flokkar teikni kjördæmi upp sér í hag kallast Gerrymandering vestanhafs. Hér má sjá útskýringu Washington Post á því hvernig það virkar. Demókratar hafa á undanförnum áratug höfðað mál vegna mjög umdeildra kjördæma og hefur það reynst þeim tiltölulega vel. Þeir koma því að þessari baráttu með þó nokkur dómafordæmi sér í hag. Manntalið hefur einnig áhrif á uppröðun kjörmanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og þar hefur Repúblikönum einnig vaxið ásmegin, sé tekið mið af því hvaða ríki kusu Joe Biden og hvaða ríki kusu Donald Trump í kosningunum í fyrra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
435 þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er dreift á fimmtíu ríki Bandaríkjanna eftir mannfjölda. AP fréttaveitan segir að fólksflutningar Bandaríkjamanna til suðurs og vesturs hafi staðið yfir í 80 ár. Bandaríkjamenn séu að flytja frá norðausturhluta Bandaríkjanna á höttunum eftir nýjum störfum, ódýrara húsnæði og nýjum borgum. Alls færðust sjö þingsæti til vegna fólksflutninga að þessu sinni. Flutningarnir þykja líklegir til að hagnast Repúblikönum vel í næstu þingkosningum en þeir stjórna flestum ríkisþingum og munu geta teiknað upp ný kjördæmi víða og tryggt þannig áframhaldandi yfirburði sína. Niðurstaðan er þó jákvæðari fyrir Demókrata en búist var við. Heilt yfir færðust sjö þingsæti á milli ríkja. Texas bætti við tveimur og Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína og Oregon bættu hvert við einu. Kalifornía, Illinois, Michigan, New York, Ohio, Pennsylvanía og Vestur-Virginía töpuðu öll einu þingsæti. Í aðdraganda birtingar gagnanna í gær var búist við því að Flórída og Texas myndu fá fleiri þingsæti, á kostnað ríkja þar sem Demókratar eru líklegri til að hljóta atkvæði kjósenda. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kaliforníu sem ríkið missir þingsæti en fólksfjölgun í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna dróst saman á síðasta áratug. Það hefur sömuleiðis vakið athygli að einungis 89 íbúum munaði upp á það að New York myndi ekki tapa þingsæti sínu til Minnesota. New York hefur tapað þingsætum samfleytt frá fimmta áratug síðustu aldar, úr 45 í 26 í dag. Samhliða því hefur þingmönnum Flórída fjölgað úr átta í 28. New York hefur tapað þingsætum samfellt í áratugi.AP/Mark Lennihan Kalifornía er með 52 þingsæti, Texas með 38 og Flórída með 28. New York er með 26. Nú stendur yfir vinna við að teikna upp nýja kjördæmaskipan í ríkjum Bandaríkjanna. Sú vinna fer á fullt í ágúst, þegar birt verður nákvæmt yfirlit yfir hvar fólk býr og búist er við því að henni undir lok þessa árs. Repúblikanar eru í mun betri stöðu til að teikna kjördæmi sér í hag, samkvæmt greiningu Washington Post. Á það sérstaklega við ríki þar sem Repúblikanar stjórna ferlinu alfarið eins og Texas, Flórída, Georgíu og Norður-Karólínu. Nú eru Demókratar með eingöngu fimm manna meirihluta í fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico munu breytingarnar nýtast Repúblikönum í að tryggja sér meirihluta þar í kosningum næsta árs. Það að flokkar teikni kjördæmi upp sér í hag kallast Gerrymandering vestanhafs. Hér má sjá útskýringu Washington Post á því hvernig það virkar. Demókratar hafa á undanförnum áratug höfðað mál vegna mjög umdeildra kjördæma og hefur það reynst þeim tiltölulega vel. Þeir koma því að þessari baráttu með þó nokkur dómafordæmi sér í hag. Manntalið hefur einnig áhrif á uppröðun kjörmanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og þar hefur Repúblikönum einnig vaxið ásmegin, sé tekið mið af því hvaða ríki kusu Joe Biden og hvaða ríki kusu Donald Trump í kosningunum í fyrra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira