Aukaverkunin er að vöðvinn nær ekki að halda augnlokinu uppi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. apríl 2021 06:00 Whitney Buha hefur sýnt frá bataferli sínu á Instagram og TikTok eftir misheppnaða bótox meðferð. Instagram „Aldrei er góð vísa of oft kveðin,“ segir húðlæknirinn Jenna Huld um hrakfarir samfélagsmiðlastjörnunnar Whitney Buha. Síðustu vikur hefur Buha leyft fylgjendum sínum að fylgjast með bataferlinu eftir að bótox var sprautað á rangan stað á andliti hennar með þeim afleiðingum að annað augnlokið seig langt niður. Jenna Huld segir að það sé mikilvægt að velja meðferðaraðila vel og vandlega þegar farið er í slíkar meðferðir. „Til að bæði minnka áhættuna á mögulegum aukaverkunum og til að vera fullviss um að hann geti aðstoðað þig ef eitthvað kemur upp á.“ Buha, sem er virk á Instagram undir nafninu @somethingwhitty, lýsir því á Instagram hvernig hún fékk sjaldgæfa en þekkta aukaverkun eftir toxínmeðhöndlun á enninu. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) „Þetta er sem sagt engin varanleg aukaverkun og gengur að fullu til baka þegar áhrif toxínsins fer að dvína.“ Lítill en mikilvægur vöðvi Jenna Huld er sjálf húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og segir að það sem toxín slaka á vöðvunum séu þau mjög vinsæl meðferð til að minnka hrukkur og línur á enni, á milli augnanna og broslínur hliðlægt við augun sem stundum er kallað krákufætur. „Þegar það er sprautað of nærri augabrúnunum þá getur toxínið dreifst til lítils vöðva sem heldur augnlokunum okkar uppi og orsakað þessa aukaverkun sem kallast á ensku „ptosis“ eða latt auga á íslensku. Þá slaknar það mikið á þessum litla en mikilvæga vöðva þannig hann nær ekki að halda augnlokinu uppi og augað hálflokast. Þegar þetta gerist þá getur vöðvinn sem heldur uppi augnlokinu í hinu auganu farið á yfirkeyrslu þar sem hinn vöðvinn er ekki að sinna vinnunni sinni og þá opnast það auga óeðlilega mikið. Þetta hjálpar að sjálfsögðu ekki til þar sem þá verður munurinn á milli augnanna enn meiri og óhuggulegri,“ útskýrir Jenna. „Þessi aukaverkun er sem sagt tímabundin þar sem áhrif toxínsins dvínar með tímanum og vöðvinn nær fullum styrk. Einnig er lata augað meðhöndlað með augndropum sem flýta fyrir ferlinu þannig að áhrif toxínsins vara skemur en ella.“ Jenna segir að það sé mikilvægt er að muna að allar meðferðir hafa mögulegar aukaverkanir í för með sér. Húðlæknastöðin fjallar reglulega um ýmislegt tengt húðmeðferðum og fegrunaraðgerðum á Facebook og í hlaðvarpinu Húðkastið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir betur áhrif bótoxins á augnsvæði samfélagsmiðlastjörnunnar. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) Lýtalækningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Sjá meira
Síðustu vikur hefur Buha leyft fylgjendum sínum að fylgjast með bataferlinu eftir að bótox var sprautað á rangan stað á andliti hennar með þeim afleiðingum að annað augnlokið seig langt niður. Jenna Huld segir að það sé mikilvægt að velja meðferðaraðila vel og vandlega þegar farið er í slíkar meðferðir. „Til að bæði minnka áhættuna á mögulegum aukaverkunum og til að vera fullviss um að hann geti aðstoðað þig ef eitthvað kemur upp á.“ Buha, sem er virk á Instagram undir nafninu @somethingwhitty, lýsir því á Instagram hvernig hún fékk sjaldgæfa en þekkta aukaverkun eftir toxínmeðhöndlun á enninu. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) „Þetta er sem sagt engin varanleg aukaverkun og gengur að fullu til baka þegar áhrif toxínsins fer að dvína.“ Lítill en mikilvægur vöðvi Jenna Huld er sjálf húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og segir að það sem toxín slaka á vöðvunum séu þau mjög vinsæl meðferð til að minnka hrukkur og línur á enni, á milli augnanna og broslínur hliðlægt við augun sem stundum er kallað krákufætur. „Þegar það er sprautað of nærri augabrúnunum þá getur toxínið dreifst til lítils vöðva sem heldur augnlokunum okkar uppi og orsakað þessa aukaverkun sem kallast á ensku „ptosis“ eða latt auga á íslensku. Þá slaknar það mikið á þessum litla en mikilvæga vöðva þannig hann nær ekki að halda augnlokinu uppi og augað hálflokast. Þegar þetta gerist þá getur vöðvinn sem heldur uppi augnlokinu í hinu auganu farið á yfirkeyrslu þar sem hinn vöðvinn er ekki að sinna vinnunni sinni og þá opnast það auga óeðlilega mikið. Þetta hjálpar að sjálfsögðu ekki til þar sem þá verður munurinn á milli augnanna enn meiri og óhuggulegri,“ útskýrir Jenna. „Þessi aukaverkun er sem sagt tímabundin þar sem áhrif toxínsins dvínar með tímanum og vöðvinn nær fullum styrk. Einnig er lata augað meðhöndlað með augndropum sem flýta fyrir ferlinu þannig að áhrif toxínsins vara skemur en ella.“ Jenna segir að það sé mikilvægt er að muna að allar meðferðir hafa mögulegar aukaverkanir í för með sér. Húðlæknastöðin fjallar reglulega um ýmislegt tengt húðmeðferðum og fegrunaraðgerðum á Facebook og í hlaðvarpinu Húðkastið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir betur áhrif bótoxins á augnsvæði samfélagsmiðlastjörnunnar. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty)
Lýtalækningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Sjá meira