Þýsk loftslagslög talin brjóta á rétti ungs fólks Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 21:27 Kolaorkuver í Neurath í Þýskalandi. Núgildandi lög um loftslagsaðgerðir eru talin of óskýr um hvernig markmið eiga að nást eftir 2030. AP/Martin Meissner Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst að þeirri niðurstöðu í dag að loftslagslög þýsku ríkisstjórnarinnar gangi ekki nægilega langt og brjóti gegn grundvallarréttindum fólks með því að koma því á herðar yngri kynslóða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld þurfa að endurskoða lögin fyrir lok árs. Ungir aðgerðasinnar í loftslagsmálum skutu loftslagslögum ríkisstjórnarinnar til stjórnlagadómstólsins. Í úrskurði sínum í dag taldi dómstóllinn að núgildandi lög brytu gegn frelsi kvartendanna vegna þess að þau fresta því að ná þeim niðurskurði á losun gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins of mikið fram yfir árið 2030. „Til þess að ná þessu verður samdrátturinn sem þörf verður á eftir 2030 að nást hraðar og með skemmri fyrirvara,“ sagði dómstóllinn. Þannig sé þrengt verulega að rétti yngri kynslóða þar sem þær muni enn þurfa að reiða sig á orkugjafa sem losa gróðurhúsalofttegundir að stórum hluta. Þýskaland stefnir að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok þessa áratugar. Með núgildandi lögum þarf að skera losunina niður um 178 milljónir tonna af koltvísýringi á þessum áratug en svo um 281 milljón tonna á áratug eftir það, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnlagadómstólinn taldi lögin, sem voru samþykkt árið 2019, ekki nægilega skýr um hvernig ætti að skera niður losun eftir 2030, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögin koma þeim byrðum að draga mikið úr losun á óafturkræfan hátt á tímabilið eftir 2030,“ sagði í úrskurðinum. Ríkisstjórnin þarf að setja sér ný markmið um samdrátt í losun eftir 2030 fyrir lok þessa árs. Fagna úrskurðinum sem sigri fyrir loftslagshreyfinguna Þýskir umhverfissinnar hafa tekið úrskurðinum fagnandi og umhverfisráðherrann Svenja Schulze sömuleiðis. „Ég hefði viljað hafa annað bráðabirgðamarkmið fyrir fjórða áratuginn í lögunum en það var ekki meirihluti fyrir því á sínum tíma,“ sagði Schulze. Luisa Neubauer, loftslagsaðgerðasinni frá hreyfingunni Föstudagar til framtíðar sem var einn kvartenda í málinu, segir úrskurðinn meiriháttar sigur. „Aðgerðaleysi dagsins í dag má ekki skerða frelsi okkar og réttindi í framtíðinni,“ sagði Neubauer. Viðurkenndi kolefnisþak Úrskurðurinn í dag þykir einnig merkilegur fyrir þær sakir að dómstóllinn viðurkenndi þá hugmynd að Þýskalandi hafi endanlegt „kolefnisþak“, ákveðið magn kolefnis sem það getur losað án þess að markmið Parísarsamkomulagsins bresti. Dómstóllinn skilgreindi þó ekki hvert þakið væri fyrir Þýskaland sérstaklega. Vísindamenn óttast að losun mannkyns sprengi kolefnisþakið á næsta áratugnum. Í þessu ljósi sögðu dómararnir að það væri ósanngjarnt að leyfa einni kynslóð að nýta stóran hluta kolefnisþaksins og gera aðeins hóflegar kröfur um samdrátt ef það þýðir að komandi kynslóðir þurfa að taka það á sína herðar að skera losunina við nögl. Þýskaland Loftslagsmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Ungir aðgerðasinnar í loftslagsmálum skutu loftslagslögum ríkisstjórnarinnar til stjórnlagadómstólsins. Í úrskurði sínum í dag taldi dómstóllinn að núgildandi lög brytu gegn frelsi kvartendanna vegna þess að þau fresta því að ná þeim niðurskurði á losun gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins of mikið fram yfir árið 2030. „Til þess að ná þessu verður samdrátturinn sem þörf verður á eftir 2030 að nást hraðar og með skemmri fyrirvara,“ sagði dómstóllinn. Þannig sé þrengt verulega að rétti yngri kynslóða þar sem þær muni enn þurfa að reiða sig á orkugjafa sem losa gróðurhúsalofttegundir að stórum hluta. Þýskaland stefnir að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok þessa áratugar. Með núgildandi lögum þarf að skera losunina niður um 178 milljónir tonna af koltvísýringi á þessum áratug en svo um 281 milljón tonna á áratug eftir það, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnlagadómstólinn taldi lögin, sem voru samþykkt árið 2019, ekki nægilega skýr um hvernig ætti að skera niður losun eftir 2030, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögin koma þeim byrðum að draga mikið úr losun á óafturkræfan hátt á tímabilið eftir 2030,“ sagði í úrskurðinum. Ríkisstjórnin þarf að setja sér ný markmið um samdrátt í losun eftir 2030 fyrir lok þessa árs. Fagna úrskurðinum sem sigri fyrir loftslagshreyfinguna Þýskir umhverfissinnar hafa tekið úrskurðinum fagnandi og umhverfisráðherrann Svenja Schulze sömuleiðis. „Ég hefði viljað hafa annað bráðabirgðamarkmið fyrir fjórða áratuginn í lögunum en það var ekki meirihluti fyrir því á sínum tíma,“ sagði Schulze. Luisa Neubauer, loftslagsaðgerðasinni frá hreyfingunni Föstudagar til framtíðar sem var einn kvartenda í málinu, segir úrskurðinn meiriháttar sigur. „Aðgerðaleysi dagsins í dag má ekki skerða frelsi okkar og réttindi í framtíðinni,“ sagði Neubauer. Viðurkenndi kolefnisþak Úrskurðurinn í dag þykir einnig merkilegur fyrir þær sakir að dómstóllinn viðurkenndi þá hugmynd að Þýskalandi hafi endanlegt „kolefnisþak“, ákveðið magn kolefnis sem það getur losað án þess að markmið Parísarsamkomulagsins bresti. Dómstóllinn skilgreindi þó ekki hvert þakið væri fyrir Þýskaland sérstaklega. Vísindamenn óttast að losun mannkyns sprengi kolefnisþakið á næsta áratugnum. Í þessu ljósi sögðu dómararnir að það væri ósanngjarnt að leyfa einni kynslóð að nýta stóran hluta kolefnisþaksins og gera aðeins hóflegar kröfur um samdrátt ef það þýðir að komandi kynslóðir þurfa að taka það á sína herðar að skera losunina við nögl.
Þýskaland Loftslagsmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira