„Engin stig fyrir kennitölur“ Sindri Sverrisson skrifar 1. maí 2021 21:37 Atli Sveinn Þórarinsson var svekktur yfir að fá ekki neitt út úr fyrsta leik sumarsins. vísir/daníel „Ég held að það væru mörg rauð spjöld ef þetta ætti að vera svona,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, um vendipunktinn í tapleik liðsins gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Unnar Steinn Ingvarsson fékk þá tvö gul spjöld með skömmu millibili og þar með rautt. FH vann leikinn 2-0 eftir að hafa komist yfir með marki úr víti í fyrri hálfleik og skorað snemma í seinni hálfleik. „Það er svekkjandi að fá á sig mark í gegnum miðja vörnina og bæði mörkin þeirra koma í raun þannig. Við þurfum að loka því betur en að sama skapi þurfum við líka að skapa meira, og ég hefði jafnvel viljað skapa meira eftir að við vorum orðnir manni færri. Að sama skapi verð ég að hrósa mínum mönnum fyrir mikið hjarta og mikinn kraft, og að hafa haldið út í svona langan tíma manni færri,“ sagði Atli Sveinn. Fylkismenn misstu nefnilega Unnar Stein af velli þegar enn voru tíu mínútur eftir af fyrri hálfleik. Hann fékk seinna gula spjaldið fyrir brot á Eggerti Gunnþóri Jónssyni í skalleinvígi. „Þetta voru tveir menn að hoppa upp í skallaeinvígi. Annar er 10 sentímetrum hærri og einhvers staðar verður hinn að hafa hendurnar. Ég held að það væru mörg rauð spjöld ef þetta ætti að vera svona en kannski er ég að gera mig að fífli því ég hef ekki séð þetta aftur í sjónvarpinu. Fyrra brotið var líka ódýrt fannst mér, en Elli [Erlendur Eiríksson] er góður dómari og mér fannst hann dæma leikinn vel en þetta voru samt atvik sem við erum ekki sáttir við,“ sagði Atli Sveinn. Ólafur vann samkeppnina við Aron Fylkismenn voru með afar ungt byrjunarlið en þeir voru án Ragnars Braga Sveinssonar og Daða Ólafssonar vegna leikbanns. Hinn 18 ára gamli Ólafur Kristófer Helgason fékk tækifæri í markinu á kostnað Arons Snæs Friðrikssonar: „Óli er bara búinn að standa sig vel. Það er samkeppni um allar stöður og við ákváðum að spila honum í dag. Óli spilaði vel eins og Hallur Húni vinstra megin,“ sagði Atli Sveinn en Fylkismenn kusu Hall Húna Þorsteinsson mann leiksins í sínum fyrsta leik í efstu deild. Hallur og Ólafur eru báðir 18 ára og alls voru sjö leikmenn í byrjunarliði Fylkis fæddir árið 2000. Þeir misstu ekki hausinn þrátt fyrir mótlætið í leiknum: „Nei, það er mikill kraftur í þessum strákum. En það eru engin stig fyrir kennitölur. Við þurfum að snúa bökum saman fyrir næsta leik og gera betur ef við ætlum að ná sigri á móti HK.“ Pepsi Max-deild karla Fylkir FH Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
FH vann leikinn 2-0 eftir að hafa komist yfir með marki úr víti í fyrri hálfleik og skorað snemma í seinni hálfleik. „Það er svekkjandi að fá á sig mark í gegnum miðja vörnina og bæði mörkin þeirra koma í raun þannig. Við þurfum að loka því betur en að sama skapi þurfum við líka að skapa meira, og ég hefði jafnvel viljað skapa meira eftir að við vorum orðnir manni færri. Að sama skapi verð ég að hrósa mínum mönnum fyrir mikið hjarta og mikinn kraft, og að hafa haldið út í svona langan tíma manni færri,“ sagði Atli Sveinn. Fylkismenn misstu nefnilega Unnar Stein af velli þegar enn voru tíu mínútur eftir af fyrri hálfleik. Hann fékk seinna gula spjaldið fyrir brot á Eggerti Gunnþóri Jónssyni í skalleinvígi. „Þetta voru tveir menn að hoppa upp í skallaeinvígi. Annar er 10 sentímetrum hærri og einhvers staðar verður hinn að hafa hendurnar. Ég held að það væru mörg rauð spjöld ef þetta ætti að vera svona en kannski er ég að gera mig að fífli því ég hef ekki séð þetta aftur í sjónvarpinu. Fyrra brotið var líka ódýrt fannst mér, en Elli [Erlendur Eiríksson] er góður dómari og mér fannst hann dæma leikinn vel en þetta voru samt atvik sem við erum ekki sáttir við,“ sagði Atli Sveinn. Ólafur vann samkeppnina við Aron Fylkismenn voru með afar ungt byrjunarlið en þeir voru án Ragnars Braga Sveinssonar og Daða Ólafssonar vegna leikbanns. Hinn 18 ára gamli Ólafur Kristófer Helgason fékk tækifæri í markinu á kostnað Arons Snæs Friðrikssonar: „Óli er bara búinn að standa sig vel. Það er samkeppni um allar stöður og við ákváðum að spila honum í dag. Óli spilaði vel eins og Hallur Húni vinstra megin,“ sagði Atli Sveinn en Fylkismenn kusu Hall Húna Þorsteinsson mann leiksins í sínum fyrsta leik í efstu deild. Hallur og Ólafur eru báðir 18 ára og alls voru sjö leikmenn í byrjunarliði Fylkis fæddir árið 2000. Þeir misstu ekki hausinn þrátt fyrir mótlætið í leiknum: „Nei, það er mikill kraftur í þessum strákum. En það eru engin stig fyrir kennitölur. Við þurfum að snúa bökum saman fyrir næsta leik og gera betur ef við ætlum að ná sigri á móti HK.“
Pepsi Max-deild karla Fylkir FH Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira