Nemendurnir þrír eru hafa undanfarið hannað og þróað ný æfingatæki fyrir fólk í hjólastólum. Þau stunda nám á nýsköpunarbraut skólans og þar hafa þau unnið að því að hanna tækið.
Í dag hittu þau Dag B. Eggertsson borgarstjóra til að kynna fyrir honum tækið sitt. Hugmyndina að því á Valur Snær einn úr hópnum.
„Ég hef verið niðri í rækt alveg frá því ég var tólf ára og ég hef verið að reyna að finna hvað er best fyrir þennan hóp,“ segir Valur Snær.
Þessa dagana taka þau þátt í nýsköpunarkeppni og er tækið komið í úrslit þar. Þessir ungu frumkvöðlar láta einnig gott af sér leiða með að hanna og selja sérstök armbönd til styrktar Sjálfsbjörgu.