Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. maí 2021 21:41 Frá upphafsstað aðalgönguleiðarinnar við Suðurstrandarveg. Fjær sjást bráðabirgðabílastæði á túnum undir Festarfjalli. Hugmyndir eru um að leggja ný bílastæði nær jarðeldunum. Egill Aðalsteinsson Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. Það er áætlað að 75 þúsund manns hafi heimsótt svæðið frá því eldgosið hófst fyrir nærri sjö vikum og það án teljandi slysa. „Það teljum við bara mjög gott. Við erum náttúrlega með frábærar björgunarsveitir, fólk í kringum þær. Lögreglan hefur verið þarna. Fólk hefur farið að fyrirmælum og þetta er búið að ganga mjög vel,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu, í fréttum Stöðvar 2. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu.Egill Aðalsteinsson En núna sjá menn fram á holskeflu útlendinga eftir því sem bólusetningar aukast og gera fleirum kleift að ferðast til Íslands. „Okkur var hleypt inn í landið þar sem við erum bólusett,“ sagði Thomas Lovely, ferðamaður frá Bandaríkjunum, sem ásamt unnustu sinni, Miriam Pilarova frá Slóvakíu, ákvað sérstaklega að koma til Íslands til að sjá eldgosið. „Þetta eru náttúrlega bara bráðaaðgerðir sem þarf að fara í. Bæði liggur landið okkar við skemmdum og svo erum við náttúrlega að horfa bara á öryggi ferðamanna. Þannig að ef einhvern tímann er nauðsyn að fara hratt í hlutina þá hlýtur það að vera núna,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns. Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns.Egill Aðalsteinsson „Aðalhugmyndin er sú að gera þetta öruggt fyrir fólk, aðgengilegt, en þó þannig að landinu sé ekki misþyrmt,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Og vinnan er þegar hafin. Þannig er þessa dagana verið að leggja strengi inn á svæðið. „Í þessa göngustíga verða lagðar raflagnir líka og strengir. Þannig að við getum komið upp þarna öryggismyndavélum eftir atvikum og gasmælum. Allt til þess að reyna að tryggja öryggi gangandi fólks þarna inn á svæðið og frá því,“ segir bæjarstjórinn. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Gosbólsturinn í baksýn.Egill Aðalsteinsson Áform eru um að stytta aðalgönguleiðina með því að gera ný bílastæði. „Færa til dæmis bara bílastæðin nær gosstöðvunum. Það náttúrlega auðveldar gang og tíma fólks á svæðinu,“ segir Sigurður Guðjón. Í tillögum starfshóps stjórnvalda er lögð til gjaldtaka. „Það kostar heilmikið að koma upp þessum bílastæðum, varanlegum bílastæðum. Þetta er núna til bráðabirgða inni á túnum, sem landeigendur lögðu til. Og það verði kannski rukkað hóflegt bílastæðagjald vegna reksturs á því. Svo eru landeigendur með það í huga líka að koma upp þjónustuaðstöðu þarna, snyrtingum, upplýsingamiðstöð og aðstöðu fyrir þá sem eru að vinna á svæðinu. Þetta er eitt af því sem er í fullri vinnslu,“ segir Fannar bæjarstjóri. Eldstöðin í Fagradalsfjalli. Horft í átt til Reykjavíkur. Keili ber í gosstrókinn og fjær sést Esja. Neðst til hægri sést aðalgönguleiðin.Egill Aðalsteinsson Landeigendur vilja leggja vegslóða upp á Fagradalsfjall strax í sumar svo unnt verði að ferja fólk nær gosinu. „Það er í raun og veru hægt að keyra yfir hraunið eins og það er núna eftir gömlum ýtuslóða. Og það er þá bara einhver tveggja þriggja vikna vinna kannski að gera þokkalega akfæran slóða þarna upp. Það er ekki meira,“ segir talsmaður landeigenda. „Það á eftir reyndar að deiliskipuleggja svæðið. En það er verið á ýmsum vígstöðvum að vinna að því að reyna að flýta þessari framkvæmd eins og hægt er,“ segir bæjarstjórinn. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nafnið Fagradalshraun í gær þótt sjálfur Fagridalur sé norðan fjallsins en eldgosið austanmegin. En hvað finnst talsmanni landeigenda um nafnið? „Mér finnst Fagradalshraun vera virkilega fallegt nafn,“ svarar Sigurður Guðjón Gíslason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Kostnaður ríkisins við uppbyggingu kringum Fagradalsfjall um 40 milljónir Búist er við að framkvæmdir við eldgosið í Fagradalsfjalli hefjist í vikunni að sögn ferðamálastjóra. Ríkið leggi nú þegar til 40 milljónir króna til verkefna þar og landeigendur greiði fyrir framkvæmdir á bílastæðum og salernisaðstöðu. Gert er ráð fyrir að gjald verði tekið fyrir bílastæði á svæðinu. 5. maí 2021 12:04 Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Það er áætlað að 75 þúsund manns hafi heimsótt svæðið frá því eldgosið hófst fyrir nærri sjö vikum og það án teljandi slysa. „Það teljum við bara mjög gott. Við erum náttúrlega með frábærar björgunarsveitir, fólk í kringum þær. Lögreglan hefur verið þarna. Fólk hefur farið að fyrirmælum og þetta er búið að ganga mjög vel,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu, í fréttum Stöðvar 2. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu.Egill Aðalsteinsson En núna sjá menn fram á holskeflu útlendinga eftir því sem bólusetningar aukast og gera fleirum kleift að ferðast til Íslands. „Okkur var hleypt inn í landið þar sem við erum bólusett,“ sagði Thomas Lovely, ferðamaður frá Bandaríkjunum, sem ásamt unnustu sinni, Miriam Pilarova frá Slóvakíu, ákvað sérstaklega að koma til Íslands til að sjá eldgosið. „Þetta eru náttúrlega bara bráðaaðgerðir sem þarf að fara í. Bæði liggur landið okkar við skemmdum og svo erum við náttúrlega að horfa bara á öryggi ferðamanna. Þannig að ef einhvern tímann er nauðsyn að fara hratt í hlutina þá hlýtur það að vera núna,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns. Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns.Egill Aðalsteinsson „Aðalhugmyndin er sú að gera þetta öruggt fyrir fólk, aðgengilegt, en þó þannig að landinu sé ekki misþyrmt,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Og vinnan er þegar hafin. Þannig er þessa dagana verið að leggja strengi inn á svæðið. „Í þessa göngustíga verða lagðar raflagnir líka og strengir. Þannig að við getum komið upp þarna öryggismyndavélum eftir atvikum og gasmælum. Allt til þess að reyna að tryggja öryggi gangandi fólks þarna inn á svæðið og frá því,“ segir bæjarstjórinn. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Gosbólsturinn í baksýn.Egill Aðalsteinsson Áform eru um að stytta aðalgönguleiðina með því að gera ný bílastæði. „Færa til dæmis bara bílastæðin nær gosstöðvunum. Það náttúrlega auðveldar gang og tíma fólks á svæðinu,“ segir Sigurður Guðjón. Í tillögum starfshóps stjórnvalda er lögð til gjaldtaka. „Það kostar heilmikið að koma upp þessum bílastæðum, varanlegum bílastæðum. Þetta er núna til bráðabirgða inni á túnum, sem landeigendur lögðu til. Og það verði kannski rukkað hóflegt bílastæðagjald vegna reksturs á því. Svo eru landeigendur með það í huga líka að koma upp þjónustuaðstöðu þarna, snyrtingum, upplýsingamiðstöð og aðstöðu fyrir þá sem eru að vinna á svæðinu. Þetta er eitt af því sem er í fullri vinnslu,“ segir Fannar bæjarstjóri. Eldstöðin í Fagradalsfjalli. Horft í átt til Reykjavíkur. Keili ber í gosstrókinn og fjær sést Esja. Neðst til hægri sést aðalgönguleiðin.Egill Aðalsteinsson Landeigendur vilja leggja vegslóða upp á Fagradalsfjall strax í sumar svo unnt verði að ferja fólk nær gosinu. „Það er í raun og veru hægt að keyra yfir hraunið eins og það er núna eftir gömlum ýtuslóða. Og það er þá bara einhver tveggja þriggja vikna vinna kannski að gera þokkalega akfæran slóða þarna upp. Það er ekki meira,“ segir talsmaður landeigenda. „Það á eftir reyndar að deiliskipuleggja svæðið. En það er verið á ýmsum vígstöðvum að vinna að því að reyna að flýta þessari framkvæmd eins og hægt er,“ segir bæjarstjórinn. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nafnið Fagradalshraun í gær þótt sjálfur Fagridalur sé norðan fjallsins en eldgosið austanmegin. En hvað finnst talsmanni landeigenda um nafnið? „Mér finnst Fagradalshraun vera virkilega fallegt nafn,“ svarar Sigurður Guðjón Gíslason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Kostnaður ríkisins við uppbyggingu kringum Fagradalsfjall um 40 milljónir Búist er við að framkvæmdir við eldgosið í Fagradalsfjalli hefjist í vikunni að sögn ferðamálastjóra. Ríkið leggi nú þegar til 40 milljónir króna til verkefna þar og landeigendur greiði fyrir framkvæmdir á bílastæðum og salernisaðstöðu. Gert er ráð fyrir að gjald verði tekið fyrir bílastæði á svæðinu. 5. maí 2021 12:04 Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Kostnaður ríkisins við uppbyggingu kringum Fagradalsfjall um 40 milljónir Búist er við að framkvæmdir við eldgosið í Fagradalsfjalli hefjist í vikunni að sögn ferðamálastjóra. Ríkið leggi nú þegar til 40 milljónir króna til verkefna þar og landeigendur greiði fyrir framkvæmdir á bílastæðum og salernisaðstöðu. Gert er ráð fyrir að gjald verði tekið fyrir bílastæði á svæðinu. 5. maí 2021 12:04
Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01
Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37