Efast um tilkall konungssonar til krúnu Súlúmanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 14:03 Misuzulu Zulu prins (t.v.) var tilnefndur konungur Súlúmanna þegar erfðaskrá drottningar var lesin upp í gær. Ekki voru allir á eitt sáttir um það. Vísir/AP Til uppnáms kom þegar nýr konungur Súlúmanna í Suður-Afríku var tilnefndur í gærkvöldi. Nokkrir meðlimir konungsfjölskyldunnar efast um tilkall Misuzulu Zulu prins til krúnunnar og hrifu lífverðir hans í burtu þegar tilkynnt var opinberlega um tilkall hans í konungshöllinni. Miklar deilur hafa skapast um hver eigi að leiða Súlúmenn eftir að Goodwill Zwelithini konungur lést í mars. Hann hafði ríkt yfir ættbálknum, sem um tólf milljónir Suðurafríkumanna tilheyra, frá 1968. Í erfðaskrá konungs tilnefndi hann eina af sex eiginkonum sínum, Mantfombi drottningu, sem næsta handhafa konungsvaldsins. Málið vandaðist þegar Mantfombi lést sjálf aðeins um mánuði eftir að eiginmaður hennar féll frá. Þegar erfðaskrá Mantfombi drottningar var lesin upp í gærkvöldi reyndist hún hafa tilnefnt Misuzulu prins, elsta son hennar og Zwelithini konungs, sem næsta konung, að sögn AP-fréttastofunnar. Þessu andmælti annar sonur konungs og stöðvaði tilkynninguna í KwaKhangelamankengne-höllinni. Tvær prinsessur lýstu einnig efasemdum um erfðaskrá Zwelithini konungs veitti drottningunni umboð til að velja arftaka sinn að henni genginni. Zwelithini konungur er sagður hafa átt 28 börn með eiginkonum sínum. Mantfombi var ekki fyrsta eiginkona hans. Embætti konungs Súlúmanna er að mestu leyti táknrænt en hann hefur þó töluvert áhrif á meðal þessa stærsta þjóðarbrots í Suður-Afríku. Suður-Afríka Kóngafólk Tengdar fréttir Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. 7. maí 2021 07:43 Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. 30. apríl 2021 07:42 Konungur Súlúmanna fallinn frá Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki. 12. mars 2021 12:09 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Miklar deilur hafa skapast um hver eigi að leiða Súlúmenn eftir að Goodwill Zwelithini konungur lést í mars. Hann hafði ríkt yfir ættbálknum, sem um tólf milljónir Suðurafríkumanna tilheyra, frá 1968. Í erfðaskrá konungs tilnefndi hann eina af sex eiginkonum sínum, Mantfombi drottningu, sem næsta handhafa konungsvaldsins. Málið vandaðist þegar Mantfombi lést sjálf aðeins um mánuði eftir að eiginmaður hennar féll frá. Þegar erfðaskrá Mantfombi drottningar var lesin upp í gærkvöldi reyndist hún hafa tilnefnt Misuzulu prins, elsta son hennar og Zwelithini konungs, sem næsta konung, að sögn AP-fréttastofunnar. Þessu andmælti annar sonur konungs og stöðvaði tilkynninguna í KwaKhangelamankengne-höllinni. Tvær prinsessur lýstu einnig efasemdum um erfðaskrá Zwelithini konungs veitti drottningunni umboð til að velja arftaka sinn að henni genginni. Zwelithini konungur er sagður hafa átt 28 börn með eiginkonum sínum. Mantfombi var ekki fyrsta eiginkona hans. Embætti konungs Súlúmanna er að mestu leyti táknrænt en hann hefur þó töluvert áhrif á meðal þessa stærsta þjóðarbrots í Suður-Afríku.
Suður-Afríka Kóngafólk Tengdar fréttir Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. 7. maí 2021 07:43 Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. 30. apríl 2021 07:42 Konungur Súlúmanna fallinn frá Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki. 12. mars 2021 12:09 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. 7. maí 2021 07:43
Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. 30. apríl 2021 07:42
Konungur Súlúmanna fallinn frá Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki. 12. mars 2021 12:09