TMZ greinir frá andlátinu, en ekki liggur fyrir hvað dró Kitaen til dauða. Hún lést í Newport Beach í Kaliforníu í gær.
Í Bachelor Party fór hún með hlutverk Debbie Thompson, verðandi eiginkonu persónu Tom Hanks. Auk þess lék hún í kvikmyndum á borð við The Perils of Gwendoline in the Land of the Yik-Yak og After Midnight.
Kitaen birtist einnig í tónlistarmyndböndum tveggja af vinsælustu lögum Whitesnake – Is This Love og Here I Go Again.
Kitaen giftist David Coverdale, söngvara Whitesnake, árið 1989, en þau skildu tveimur árum síðar. Árið 1997 giftist hún hafnaboltastjörnunni Chuck Finley og eignaðist með honum tvö börn. Þau skildu árið 2002.