„Mér fannst þetta sanngjörn niðurstaða, við vorum slakir í fyrri hálfleik, áttum í vandræðum með að halda í boltann, spiluðum eins í upphafi seinni hálfleiks. Við gerðum vel í að koma til baka sem ég er ánægður með," sagði Guðmundur.
Bæði mörk Fylkis komu eftir að HK hafi tapað boltanum hátt á vellinum og voru mjög svipuð aðsögn Guðmundar.
„Við lögðum upp með að setja pressu á Fylki hátt á vellinum, við lentum síðan í vandræðum þegar þeir keyrðu á okkur. Fyrsta markið hefðum við átt að elta mennina okkar inn í teig sem við gerðum ekki og annað markið þeirra er röð mistaka hjá okkur sem við erum ekki vanir á góðum degi."
HK fengu talsvert af hornspyrnum í seinni hálfleik, Guðmudnur hefði viljað sjá HK vera grimmari og ná að vera fyrstir á boltann.
Ásgeir Marteinsson jafnaði leikinn í uppbótar tíma með marki úr aukaspyrnu sem Guðmundur var ansi ánægður með
„Það var ljúft að sjá boltann inn, Ásgeir er alltaf með ás upp í erminni sem hann sækir stundum í og er til alls líklegur þegar hann er kominn á boltann," sagði Guðundur að lokum.