Kynhlutlaust mál bannað með lögum Snorri Másson skrifar 9. maí 2021 22:01 Jean-Michel Blanquer er menntamálaráðherra í ríkisstjórn Emmanuel Macron, sem er flokksbróðir hans. Vísir/EPA Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. Það hefur verið umdeilt um margra ára skeið í Frakklandi að nota punkta inni í miðju orði til þess að gefa sérstaklega til kynna að í orðinu felist allar útgáfur til dæmis tiltekins starfsheitis. Dæmi má taka úr þingheimi: „député“ er þingmaður. „Députée“ er þingkona. „Députés“ væri hin hefðbundna fleirtala, sem íhaldssamari Frakkar myndu segja að næði einnig yfir þingkonurnar. „Député.e.s“ er hins vegar nýja útgáfan, sem nú er óheimil í skólum samkvæmt lögum. Í henni áréttar punkturinn svo ekki verður um villst að þarna inni séu líka þingkonur. Mörgum Frökkum þykir punktinum ofaukið, eins og menntamálaráðherranum, Jean-Michel Blaquer. Er hann ræddi málið fyrir menntamálanefnd franska þingsins sagði hann punktakerfið of flókið og raunar svo flókið að það myndi aftra skilningi barna á tungumálinu. Ógerningur sé að miðla franskri tungu til ungu kynslóðarinnar ef punktarnir eru þarna að þvælast fyrir, svo ekki sé talað um fyrir lesblinda, hefur ráðherrann sagt. Alþjóðlegt deilumál Málið veldur verulegum titringi hjá Frökkum og margir eru ósáttir við menntamálaráðherrann. Feminískir stjórnmálamenn á vinstri væng segja þetta óhæfu og telja jafnréttismál að hátta málfræðinni á þennan veg. Klofningurinn er ekki ósvipaður þeim sem þegar er uppi í Þýskalandi, þar sem mörgum er í nöp við stjörnu (*) sem klýfur fjölda titla til þess að árétta að konur séu þar inni. Þar er „Student“ í fleirtölu ekki aðeins „Studenten“ heildur „Student*innen“ og raunar frekar „Studierenden“. Þetta er mjög útbreidd notkun í Þýskalandi. Í íslensku hefur hvorugkynsmynd ýmissa fornafna sótt mjög í sig veðrið á síðustu misserum, þar sem ekki er lengur talað um að „allir“ eða „margir“ hafi til dæmis farið í bólusetningu, heldur „öll“ eða „mörg.“ Frakkland Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Það hefur verið umdeilt um margra ára skeið í Frakklandi að nota punkta inni í miðju orði til þess að gefa sérstaklega til kynna að í orðinu felist allar útgáfur til dæmis tiltekins starfsheitis. Dæmi má taka úr þingheimi: „député“ er þingmaður. „Députée“ er þingkona. „Députés“ væri hin hefðbundna fleirtala, sem íhaldssamari Frakkar myndu segja að næði einnig yfir þingkonurnar. „Député.e.s“ er hins vegar nýja útgáfan, sem nú er óheimil í skólum samkvæmt lögum. Í henni áréttar punkturinn svo ekki verður um villst að þarna inni séu líka þingkonur. Mörgum Frökkum þykir punktinum ofaukið, eins og menntamálaráðherranum, Jean-Michel Blaquer. Er hann ræddi málið fyrir menntamálanefnd franska þingsins sagði hann punktakerfið of flókið og raunar svo flókið að það myndi aftra skilningi barna á tungumálinu. Ógerningur sé að miðla franskri tungu til ungu kynslóðarinnar ef punktarnir eru þarna að þvælast fyrir, svo ekki sé talað um fyrir lesblinda, hefur ráðherrann sagt. Alþjóðlegt deilumál Málið veldur verulegum titringi hjá Frökkum og margir eru ósáttir við menntamálaráðherrann. Feminískir stjórnmálamenn á vinstri væng segja þetta óhæfu og telja jafnréttismál að hátta málfræðinni á þennan veg. Klofningurinn er ekki ósvipaður þeim sem þegar er uppi í Þýskalandi, þar sem mörgum er í nöp við stjörnu (*) sem klýfur fjölda titla til þess að árétta að konur séu þar inni. Þar er „Student“ í fleirtölu ekki aðeins „Studenten“ heildur „Student*innen“ og raunar frekar „Studierenden“. Þetta er mjög útbreidd notkun í Þýskalandi. Í íslensku hefur hvorugkynsmynd ýmissa fornafna sótt mjög í sig veðrið á síðustu misserum, þar sem ekki er lengur talað um að „allir“ eða „margir“ hafi til dæmis farið í bólusetningu, heldur „öll“ eða „mörg.“
Frakkland Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30