Neyðarleyfi framleiðendanna var útvíkkað eftir þeir birtu niðustöður klínískrar rannsóknar sem náði til 2.260 barna á aldrinum tólf til fimmtán ára. Áður mátti bólusetja börn niður í sextán ára aldur með bóluefninu.
Með ákvörðuninni segist stofnunin taka veigamikið skref í baráttunni við heimsfaraldurinn. Dr Janet Woodcock, framkvæmdastjóri FDA, sagði að ákvörðunin miðaði að því að færa Bandaríkjamenn nær því að binda enda á faraldurinn og snúa samfélaginu aftur í eðlilegt horf.
Hún bætti við að foreldrar og forráðamenn gætu treyst því að ákvörðunin væri tekin á grundvelli strangrar og ítarlegrar yfirferðar á öllum tiltækum gögnum um bóluefnið.
Um 260 milljónir skammtar af bóluefni gegn Covid-19 hafa verið gefnir í Bandaríkjunum. Hefur eftirspurn dregist saman nú þegar stærstur hluti þeirra sem sækist eftir bóluefni hefur lokið bólusetningu.