Kona ritstýrir Washington Post í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 16:23 Sally Buzbee tekur við starfi aðalritstjóra Washington Post 1. júní. Þar mun hún stýra um þúsund manna ritstjórn. AP/Chuck Zoeller Sally Buzbee, varaforseti og aðalritstjóri AP-fréttastofunnar, hefur verið ráðin nýr yfirritstjóri bandaríska dagblaðsins Washington Post. Hún verður fyrsta konan sem ritstýrir blaðinu í hátt í 150 ára sögu þess. Útgefendur Washington Post hafa leitað að eftirmanni Martin Baron en hann lét af störfum í lok febrúar. Hann hafði ritstýrt blaðinu frá 2013. Buzbee tekur við starfinu í næsta mánuði, að sögn Freds Ryan, útgefanda blaðsins. Sagði hann Buzbee njóta almennrar aðdáunar fyrir heiðarleika, atorkusemi og einlægan áhuga á hlutverki fjölmiðla í að varðveita lýðræðið. Buzbee er 55 ára gömul og stýrði áður skrifstofu AP í Washington-borg. Þar áður var hún ritstjóri fréttaveitunnar í Miðausturlöndum en hún hefur starfað fyrir hana allan sinn blaðamannaferil sem hófst árið 1988. Frá Kaíró fjallaði hún meðal annars um Íraksstríðið, átök Ísraels og Hezbollah-samtakanna, stríðið í Darfúr í Súdan og uppgang hryðjuverkasamtaka í Sádí-Arabíu og Jemen. Konur stýra nú mörgum helstu fjölmiðlum í Bandaríkjunum og víðar, þar á meðal Reuters-fréttastofunni, fréttastofu CBS- og ABC-sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum, NPR, MSNBC, Financial Times, Guardian og Ecomomist. A footnote: Women are now in charge of the newsrooms at the Washington Post, CBS News, ABC News, NPR, MSNBC, Reuters, Financial Times, Guardian and the Economist. The fact that this is not a big deal is kind of a big deal.— Paul Farhi (@farhip) May 11, 2021 Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Útgefendur Washington Post hafa leitað að eftirmanni Martin Baron en hann lét af störfum í lok febrúar. Hann hafði ritstýrt blaðinu frá 2013. Buzbee tekur við starfinu í næsta mánuði, að sögn Freds Ryan, útgefanda blaðsins. Sagði hann Buzbee njóta almennrar aðdáunar fyrir heiðarleika, atorkusemi og einlægan áhuga á hlutverki fjölmiðla í að varðveita lýðræðið. Buzbee er 55 ára gömul og stýrði áður skrifstofu AP í Washington-borg. Þar áður var hún ritstjóri fréttaveitunnar í Miðausturlöndum en hún hefur starfað fyrir hana allan sinn blaðamannaferil sem hófst árið 1988. Frá Kaíró fjallaði hún meðal annars um Íraksstríðið, átök Ísraels og Hezbollah-samtakanna, stríðið í Darfúr í Súdan og uppgang hryðjuverkasamtaka í Sádí-Arabíu og Jemen. Konur stýra nú mörgum helstu fjölmiðlum í Bandaríkjunum og víðar, þar á meðal Reuters-fréttastofunni, fréttastofu CBS- og ABC-sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum, NPR, MSNBC, Financial Times, Guardian og Ecomomist. A footnote: Women are now in charge of the newsrooms at the Washington Post, CBS News, ABC News, NPR, MSNBC, Reuters, Financial Times, Guardian and the Economist. The fact that this is not a big deal is kind of a big deal.— Paul Farhi (@farhip) May 11, 2021
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira