Vilhjálmur vill aftur á þing Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2021 13:37 Vilhjálmur Bjarnason segist þurfa góða kosningu til að niðurstaða prófkjörsins verði virt, og vísar þar væntanlega í að hann var færður niður á endanlegum lista flokksins í kjördæminu eftir prófkjörið 2016. Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar næsta haust. Vilhjálmur segir í tilkynningu að hann stefni á þriðja sæti, „eða ofar“. „Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þess að ég tel mig hafa þá þekkingu sem þingmaður þarf. Þekkingu á sögu lands og þjóðar Þekkingu á erlendri sögu og alþjóðamálum Þekkingu á efnahags- og skattamálum. Þekkingu á fjármálamarkaði Þekkingu á erlendum viðskiptum Þekkingu á málefnum þeirra er minna mega sín Þekkingu og þor til að taka afstöðu í erfiðum málum Þingferill Ég er stoltur af þingferli mínum. Ekki af fjölda mála, sem ég lagði fram, heldur þeim þingmálum ríkisstjórnarinnar, sem ég greiddi götu. Ber þar hæst upplausn þrotabúa hinna föllnu banka og afnám gjaldeyrishafta. Mín efsta hugsun er sú að löggjöf eigi ekki að mismuna fólki. Það ber nokkuð við að þingmenn og ríkisstjórn leggi fram þingmál til mismununar. Stjórnmál snúast um að skapa fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Stjórnmál snúast um fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga. Á undanförnum 6 árum hef ég skrifað um 180 greinar um stjórnmál. . Ég hef reynt að skrifa mínar greinar á annan veg en samferðamenn mínir. Að skapa hugsun og óhefðbundna nálgun. Til þess hef ég notað söguþekkingu og bókmenntir. Stundum til skrauts! Stundum til áherslu! Efna greinanna hefur verið fjölbreytt, menning, vísindi, listir, heilbrigðismál, ferðaþjónusta og flugmál, fjármál einstaklinga og þjóðar, frelsi og sjálfstæði. Stríðsrekstur og varnarmál. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi. Síðast en ekki síst hafa málefni lífeyrissjóða verið ofarlega í huga mínum. Sennilega er ekkert málefni eins mikilvægt fyrir aldraða og lífeyrissjóðir og starfsemi þeirra. Hvað með framtíð! Stjórnmál snúast um framtíð, ef til vill stundum með samtali við fortíðina Lausnarorð flestra þeirra vandamála sem íslenskt samfélag býr við er atvinna fyrir alla. Ísland verður aldrei sjálfbært með 10% atvinnuleysi. Hagvöxtur og bati liðanna ári hefur um of byggst á loðnu og makríl. Þar er ekkert í hendi Atvinnustefna þarf að byggjast á hátæknigreinum og þar er orkufrekur iðnaður ekki undanskilinn. Flug og ferðaþjónusta eru hátæknigreinar! Ég tel að þekking mín og meira en 50 ára reynsla á vinnumarkaði verði mér dýrmæt reynsla til setu á Alþingi, nái ég góðri kosningu í prófkjöri og í kosningum til Alþingis. Að þessu öllu samanlögðu býð ég mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi! Einu sinni enn! En, ég þarf að fá góða kosningu til að niðurstaða prófkjörsins verði virt!“ segir í tilkynningunni. Var færður niður á lista Vilhjálmur hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í kjördæminu fyrir kosningarnar 2016, en var færður niður í það fimmta, eftir að samþykkt var að færa Bryndísi Haraldsdóttur upp í annað sæti listans. Vilhjálmur var svo áfram í fimmta sætinu í kosningunum 2017 þegar stillt var upp. Sjálfstæðisflokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing fyrir Suðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis. 12. maí 2021 08:49 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Vilhjálmur segir í tilkynningu að hann stefni á þriðja sæti, „eða ofar“. „Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þess að ég tel mig hafa þá þekkingu sem þingmaður þarf. Þekkingu á sögu lands og þjóðar Þekkingu á erlendri sögu og alþjóðamálum Þekkingu á efnahags- og skattamálum. Þekkingu á fjármálamarkaði Þekkingu á erlendum viðskiptum Þekkingu á málefnum þeirra er minna mega sín Þekkingu og þor til að taka afstöðu í erfiðum málum Þingferill Ég er stoltur af þingferli mínum. Ekki af fjölda mála, sem ég lagði fram, heldur þeim þingmálum ríkisstjórnarinnar, sem ég greiddi götu. Ber þar hæst upplausn þrotabúa hinna föllnu banka og afnám gjaldeyrishafta. Mín efsta hugsun er sú að löggjöf eigi ekki að mismuna fólki. Það ber nokkuð við að þingmenn og ríkisstjórn leggi fram þingmál til mismununar. Stjórnmál snúast um að skapa fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Stjórnmál snúast um fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga. Á undanförnum 6 árum hef ég skrifað um 180 greinar um stjórnmál. . Ég hef reynt að skrifa mínar greinar á annan veg en samferðamenn mínir. Að skapa hugsun og óhefðbundna nálgun. Til þess hef ég notað söguþekkingu og bókmenntir. Stundum til skrauts! Stundum til áherslu! Efna greinanna hefur verið fjölbreytt, menning, vísindi, listir, heilbrigðismál, ferðaþjónusta og flugmál, fjármál einstaklinga og þjóðar, frelsi og sjálfstæði. Stríðsrekstur og varnarmál. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi. Síðast en ekki síst hafa málefni lífeyrissjóða verið ofarlega í huga mínum. Sennilega er ekkert málefni eins mikilvægt fyrir aldraða og lífeyrissjóðir og starfsemi þeirra. Hvað með framtíð! Stjórnmál snúast um framtíð, ef til vill stundum með samtali við fortíðina Lausnarorð flestra þeirra vandamála sem íslenskt samfélag býr við er atvinna fyrir alla. Ísland verður aldrei sjálfbært með 10% atvinnuleysi. Hagvöxtur og bati liðanna ári hefur um of byggst á loðnu og makríl. Þar er ekkert í hendi Atvinnustefna þarf að byggjast á hátæknigreinum og þar er orkufrekur iðnaður ekki undanskilinn. Flug og ferðaþjónusta eru hátæknigreinar! Ég tel að þekking mín og meira en 50 ára reynsla á vinnumarkaði verði mér dýrmæt reynsla til setu á Alþingi, nái ég góðri kosningu í prófkjöri og í kosningum til Alþingis. Að þessu öllu samanlögðu býð ég mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi! Einu sinni enn! En, ég þarf að fá góða kosningu til að niðurstaða prófkjörsins verði virt!“ segir í tilkynningunni. Var færður niður á lista Vilhjálmur hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í kjördæminu fyrir kosningarnar 2016, en var færður niður í það fimmta, eftir að samþykkt var að færa Bryndísi Haraldsdóttur upp í annað sæti listans. Vilhjálmur var svo áfram í fimmta sætinu í kosningunum 2017 þegar stillt var upp. Sjálfstæðisflokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing fyrir Suðvesturkjördæmi í kosningunum 2017.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis. 12. maí 2021 08:49 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis. 12. maí 2021 08:49