Stefanik tekin við af Cheney Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2021 15:12 Frá vinstri, Elise Stefanik, Steve Scalise og Kevin McCarthy. Þau eru þrír æðstu meðlimir þingflokks Repúblikanaflokksins. AP/ANdrew Harnik Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. Fyrr í vikunni höfðu þingmennirnir vikið Liz Cheney úr stöðunni, vegna andstöðu hennar við Donald Trump, fyrrverandi forseta, og annarra mála sem snúa einnig að Trump. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sögðu leiðtogar flokksins að nú væru meðlimir þingflokksins sameinaðir í þeim tilgangi að standa í hárinu á Joe Biden, forseta, og stöðva „sósíalisk stefnumál“ hans og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Þó er ljóst að margir íhaldssamari meðlimir þingflokksins eru ekki sáttir við tilnefningu Stefanik og þá sérstaklega vegna þess að hún þykir ekki nægilega íhaldssöm. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015 og þótti hún ekki vera róttækur Repúblikani. Í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hefur staðið þétt við Trump Hún kemur þó úr kjördæmi í New York sem Trump vann bæði árið 2016 og 2020 og hefur afstaða hennar gagnvart forsetanum fyrrverandi breyst verulega. Á undanförnum árum hefur hún staðið þétt við bakið á honum og fékk stórt hlutverk í vörn hans þegar hann var ákærður fyrir embættisbrot í fyrra skiptið. Sjá einnig: Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump Samtök íhaldsmanna sem fylgjast náið með því hvernig þingmenn greiða atkvæði hafa til að mynda gefið Chip Roy mjög háar einkunnir. Það hafa samtökin ekki gert við Stefanik. Heratige Action for America gefur Roy til að mynda 98 prósent en Stefanik einungis 48 prósent. Það nær yfir alla veru þeirra á þingi. Þegar bara er litið til þessa þings sem nú er yfirstandandi fær Stefanik 84 prósent og er það til marks um breytingu hennar að undanförnu. American Conservative Union gefur Roy 94,6 prósent og Stefanik 43,6 prsóent. AP fréttaveitan segir einnig gremju innan þingflokksins vegna taks Trumps á flokknum, sem einhverjir séu ósáttir við. Ólíklegt sé að deilum þingmanna Repúblikanaflokksins ljúki með þessari atkvæðagreiðslu. Þá segir fréttaveitan að Stefanik hafi sagt öðrum þingmönnum að hún ætlaði ekki að sinna stöðunni lengur en út næsta ár. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Fyrr í vikunni höfðu þingmennirnir vikið Liz Cheney úr stöðunni, vegna andstöðu hennar við Donald Trump, fyrrverandi forseta, og annarra mála sem snúa einnig að Trump. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sögðu leiðtogar flokksins að nú væru meðlimir þingflokksins sameinaðir í þeim tilgangi að standa í hárinu á Joe Biden, forseta, og stöðva „sósíalisk stefnumál“ hans og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Þó er ljóst að margir íhaldssamari meðlimir þingflokksins eru ekki sáttir við tilnefningu Stefanik og þá sérstaklega vegna þess að hún þykir ekki nægilega íhaldssöm. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015 og þótti hún ekki vera róttækur Repúblikani. Í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hefur staðið þétt við Trump Hún kemur þó úr kjördæmi í New York sem Trump vann bæði árið 2016 og 2020 og hefur afstaða hennar gagnvart forsetanum fyrrverandi breyst verulega. Á undanförnum árum hefur hún staðið þétt við bakið á honum og fékk stórt hlutverk í vörn hans þegar hann var ákærður fyrir embættisbrot í fyrra skiptið. Sjá einnig: Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump Samtök íhaldsmanna sem fylgjast náið með því hvernig þingmenn greiða atkvæði hafa til að mynda gefið Chip Roy mjög háar einkunnir. Það hafa samtökin ekki gert við Stefanik. Heratige Action for America gefur Roy til að mynda 98 prósent en Stefanik einungis 48 prósent. Það nær yfir alla veru þeirra á þingi. Þegar bara er litið til þessa þings sem nú er yfirstandandi fær Stefanik 84 prósent og er það til marks um breytingu hennar að undanförnu. American Conservative Union gefur Roy 94,6 prósent og Stefanik 43,6 prsóent. AP fréttaveitan segir einnig gremju innan þingflokksins vegna taks Trumps á flokknum, sem einhverjir séu ósáttir við. Ólíklegt sé að deilum þingmanna Repúblikanaflokksins ljúki með þessari atkvæðagreiðslu. Þá segir fréttaveitan að Stefanik hafi sagt öðrum þingmönnum að hún ætlaði ekki að sinna stöðunni lengur en út næsta ár.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22
Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36
Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00