Vara Alþingi við að samþykkja ályktun um þjóðarmorð á Armenum Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2021 11:33 Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, hefur borist bréf frá tyrkenskum starfsbróður sínum vegna tillögu að ályktun um að Ísland viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Vísir/Vilhelm Samþykki Alþingi ályktun um að viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum bæri skugga á góð samskipti Tyrklands og Íslands. Þetta kemur fram í bréfi sem forseti tyrkneska þingsins hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum árin 1915 til 1917. Þingmenn úr Vinstri grænum, Pírötum, Samfylkingunni, Viðreisn og Miðflokknum standa að tillögunni en Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður hennar. Tyrkneska ríkisfréttaveitan Anadolu segir að Mustafa Sentop, forseti tyrkenska þingsins, hafi sent íslenska starsfbróður sínum bréf til að hvetja hann til að styðja ekki ályktunina þar sem hún byggi á „stoðlausum ásökunum“. „Það er augljóst að slíkar stoðlausar tilraunir, sem við vitum að koma fram vegna eggjunar í sumum kreðsum, leiða ekki til nokkurs annars að skugga beri á góð samskipti sem eru til staðar á milli landa okkar,“ hefur fréttaveitan upp úr bréfinu. Tyrkir hafa alla tíð hafnað því að dráp þeirra á einni og hálfri milljóna Armena í fyrri heimsstyrjöldinni teljist þjóðarmorð þó að þeir viðurkenni að voðaverk hafi verið framin. Joe Biden varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að viðurkenna drápin sem þjóðarmorð í síðasta mánuði. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist þá ætla að standa vörð um „sannleikann“ andspænis „lygi svokallaðs armensks þjóðarmorðs“. „Ákaflega mikilvægt er að heimsbyggðin viðurkenni þau voðaverk sem framin voru á armensku þjóðinni sem þjóðarmorð. Þótt langt sé um liðið var þetta glæpur gegn mannkyni og þar með gegn okkur öllum. Þau voðaverk sem framin verða við allt hernaðarbrölt heimsins í nútíð og framtíð byggjast á því sem áður hefur verið gert. Löngu tímabært er að íslensk stjórnvöld viðurkenni þjóðarmorð á Armenum árin 1915–1917 og virði minningu fórnarlamba þessa glæps gegn mannkyni,“ segir í þingsályktunartillögunni sem liggur fyrir á Alþingi. Tyrkland Armenía Utanríkismál Alþingi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum árin 1915 til 1917. Þingmenn úr Vinstri grænum, Pírötum, Samfylkingunni, Viðreisn og Miðflokknum standa að tillögunni en Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður hennar. Tyrkneska ríkisfréttaveitan Anadolu segir að Mustafa Sentop, forseti tyrkenska þingsins, hafi sent íslenska starsfbróður sínum bréf til að hvetja hann til að styðja ekki ályktunina þar sem hún byggi á „stoðlausum ásökunum“. „Það er augljóst að slíkar stoðlausar tilraunir, sem við vitum að koma fram vegna eggjunar í sumum kreðsum, leiða ekki til nokkurs annars að skugga beri á góð samskipti sem eru til staðar á milli landa okkar,“ hefur fréttaveitan upp úr bréfinu. Tyrkir hafa alla tíð hafnað því að dráp þeirra á einni og hálfri milljóna Armena í fyrri heimsstyrjöldinni teljist þjóðarmorð þó að þeir viðurkenni að voðaverk hafi verið framin. Joe Biden varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að viðurkenna drápin sem þjóðarmorð í síðasta mánuði. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist þá ætla að standa vörð um „sannleikann“ andspænis „lygi svokallaðs armensks þjóðarmorðs“. „Ákaflega mikilvægt er að heimsbyggðin viðurkenni þau voðaverk sem framin voru á armensku þjóðinni sem þjóðarmorð. Þótt langt sé um liðið var þetta glæpur gegn mannkyni og þar með gegn okkur öllum. Þau voðaverk sem framin verða við allt hernaðarbrölt heimsins í nútíð og framtíð byggjast á því sem áður hefur verið gert. Löngu tímabært er að íslensk stjórnvöld viðurkenni þjóðarmorð á Armenum árin 1915–1917 og virði minningu fórnarlamba þessa glæps gegn mannkyni,“ segir í þingsályktunartillögunni sem liggur fyrir á Alþingi.
Tyrkland Armenía Utanríkismál Alþingi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira