Lífið

Demi Lovato er kynsegin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Demi Lovato í Beverly Hills 22. mars á þessu ári.
Demi Lovato í Beverly Hills 22. mars á þessu ári. Vísir/Getty/OBB Media

Söngvarinn Demi Lovato er kynsegin og greinir frá því á Twitter.

„Ég er stolt af því að geta tilkynnt ykkur að ég skilgreini mig ekki sem kona eða karl,“ segir Lovato í færslunni.

Kynsegin fólk stendur utan kynjatvíhyggjunnar og skilgreinir sig ekki eingöngu sem kvenkyns eða karlkyns. 

„Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins (og er því einnig trans). Sumt kynsegin fólk er t.d. karlkyns og kvenkyns, annað hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt. Kynsegin er því í raun regnhlífarhugtak undir regnhlífarhugtakinu trans,“ segir á vefsíðunni Hinsegin frá Ö til A.

„Ég mun því ekki tala um mig framar sem konu og sleppa allri kynjagreiningu.“


Tengdar fréttir

Missti sjónina tíma­bundið eftir of stóran skammt 2018

Bandaríska söngkonan Demi Lovato missti sjónina tímabundið eftir að hafa tekið inn of stóran skammt fíkniefna árið 2018. Nærri tveir mánuðir liðu þar til að sjónin varð það góð á ný þannig að hún gat lesið bók. Hún glímir þó við vandamál með sjónina enn þann dag í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.