Repúblikanar í hár saman vegna umdeildrar endurskoðunar Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 15:39 Starfsmenn Cyber Ninjas fara yfir atkvæði frá Maricopa-sýslu í íþróttahöll í Phoenix. Kosningasérfræðingar hafa gagnrýnt vinnubrögð fyrirtækisins, þau séu ógegnsæ og óörugg. AP/Matt York Endurskoðun sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþings Arizona í Bandaríkjunum fyrirskipuðu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember heldur áfram þrátt fyrir harðar mótbárur flokkssystkina þeirra sem báru ábyrgð á framkvæmd þeirra í stærstu sýslu ríkisins. Embættismennirnir neituðu að taka þátt í endurskoðuninni í vikunni. Ákvörðun repúblikana í öldungadeildinni í Arizona um að fela einkafyrirtæki að fara yfir úrslit kosninganna hefur sætt harðri gagnrýni. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað stoðlausar fullyrðingar Donalds Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum og kosningasérfræðingar hafa deilt á aðferðirnar sem fyrirtækið beitir við endurskoðunina. Joe Biden varð fyrsti Demókratinn til að vinna sigur í forsetakosningum í Arizona frá árinu 1996 og við það hafa margir repúblikanar sem halda enn tryggð við Trump ekki vilja una. Þeir, með Trump sjálfan í fararbroddi halda enn á lofti svikabrigslum um að eitthvað hafi verið bogið við framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins þar sem Phoenix er stærsta borgin. Ásakanir repúblikana hafa ekki þagnað þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri Arizona og repúblikani, hafi staðfest kosningaúrslitin, ríkis- og alríkisdómarar hafi vísað á bug ásökunum um svindl og tvær endurskoðanir og endurtalning á hluta atkvæða hafi ekki leitt neitt misjafnt í ljós. Þegar öldungadeildin ákvað að endurskoðunin færi fram lét hún leggja hald á kosningavélar og um 2,1 milljón atkvæðaseðla í Maricopa-sýslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast búast við því að endurskoðuninni ljúki í júní. Neituðu að funda með endurskoðendunum Embættismenn í Maricopa-sýslu sem báru ábyrgð á framkvæmd kosninganna, og eru einnig repúblikanar, eru æfir yfir endurskoðun öldungadeildarinnar. Washington Post segir að þeir hafi neitað að vinna með Cyber Ninjas, fyrirtækinu sem framkvæmir hana. Fyrr í vikunni kölluðu fulltrúar sýslunnar endurskoðunina „fals“ sem græfi undan lýðræðinu með því að ýta undir falskar samsæriskenningar og meiða æru starfsmanna kjörstjórnar í sýslunni. Karen Fann, forseti öldungadeildarinnar, harmaði að embættismenn Maricopa-sýslu hefðu ekki viljað funda með henni og fyrirtækinu til að ræða það sem hún kallaði „alvarleg álitamál“ við kosningarnar í gær. Endurskoðunin héldi áfram þrátt fyrir mótbárur sýsluyfirvalda. Þingforsetinn og félagar hans halda því fram að endurskoðuninni sé ekki ætlað að skera úr um hvort að Biden hefði raunverulega sigrað í Arizona heldur að finna leiðir til þess að bæta framkvæmd kosninganna þar í framtíðinni. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa notað lygar Trump um kosningarnar til þess að samþykkja fjölda laga sem gera kjósendum erfiðara fyrir að greiða atkvæði. Trump heldur engu að síður áfram að ljúga um kosningarnar og vonast til þess að endurskoðunin í Arizona verði sú fyrsta af mörgum sem sýni fram á að hann hafi verið raunverulegur sigurvegari forsetakosninganna í nóvember. Forstjóri Cyber Ninjas sem sér um endurskoðunina hefur endurómað stoðlausar samsæriskenningar Trump um stórfelld svik í forsetakosningunum í nóvember.AP/Matt York Sökuðu kjörstjórn um að eyða gögnum Töluverð spenna hefur ríkt á milli repúblikana í Maricopa-sýslu annars vegar og í öldungadeild ríkisþingsins hins vegar vegna endurskoðunarinnar, ekki síst eftir að Cyber Ninjas ýjaði að því að yfirmenn kjörstjórnar gætu hafa framið lögbrot með því að „eyða“ gögnum af netþjón áður en hann var afhentur fyrirtækinu. Trump forseti básúnaði ásökunum um að kjörstjórnin hefði eytt „heilum gagngrunni“ ólöglega. Síðar kom í ljós að gögnin sem um ræddi voru enn til staðar. Opinber Twitter-síða Maricopa-sýslu deildi hart á Fann þingforseta og fyrirtækið í gær. „Daginn eftir að við útskýrðum í tæknilegu bréfi að þeir væru bara að leita á röngum stað finna „endurskoðendurnir“ skyndilega gögnin,“ tístu sýsluyfirvöld með drjúpandi kaldhæðni. Þá hafa sýsluyfirvöld neitað að afhenda endurskoðendunum lykilorð að kosningavélum og netþjónum sem öldungadeildin hefur krafið þau um. Segjast þau ekki hafa lykilorðin og að það gæti ógnað öryggi viðkvæmara upplýsinga að opna netþjónana. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvernig endurskoðunin sé fjármögnuð. Forstjóri Cyber Ninjas hefur þegar sagt að þeir 150.000 dollarar sem öldungadeildin samþykkti að verja í hana dygðu ekki fyrir kostnaðinum. Að minnsta kosti tvenn samtök hliðholl Trump hafa sagst safnað hundruð þúsundum dollara fyrir endurskoðuninni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Sjá meira
Ákvörðun repúblikana í öldungadeildinni í Arizona um að fela einkafyrirtæki að fara yfir úrslit kosninganna hefur sætt harðri gagnrýni. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað stoðlausar fullyrðingar Donalds Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum og kosningasérfræðingar hafa deilt á aðferðirnar sem fyrirtækið beitir við endurskoðunina. Joe Biden varð fyrsti Demókratinn til að vinna sigur í forsetakosningum í Arizona frá árinu 1996 og við það hafa margir repúblikanar sem halda enn tryggð við Trump ekki vilja una. Þeir, með Trump sjálfan í fararbroddi halda enn á lofti svikabrigslum um að eitthvað hafi verið bogið við framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins þar sem Phoenix er stærsta borgin. Ásakanir repúblikana hafa ekki þagnað þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri Arizona og repúblikani, hafi staðfest kosningaúrslitin, ríkis- og alríkisdómarar hafi vísað á bug ásökunum um svindl og tvær endurskoðanir og endurtalning á hluta atkvæða hafi ekki leitt neitt misjafnt í ljós. Þegar öldungadeildin ákvað að endurskoðunin færi fram lét hún leggja hald á kosningavélar og um 2,1 milljón atkvæðaseðla í Maricopa-sýslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast búast við því að endurskoðuninni ljúki í júní. Neituðu að funda með endurskoðendunum Embættismenn í Maricopa-sýslu sem báru ábyrgð á framkvæmd kosninganna, og eru einnig repúblikanar, eru æfir yfir endurskoðun öldungadeildarinnar. Washington Post segir að þeir hafi neitað að vinna með Cyber Ninjas, fyrirtækinu sem framkvæmir hana. Fyrr í vikunni kölluðu fulltrúar sýslunnar endurskoðunina „fals“ sem græfi undan lýðræðinu með því að ýta undir falskar samsæriskenningar og meiða æru starfsmanna kjörstjórnar í sýslunni. Karen Fann, forseti öldungadeildarinnar, harmaði að embættismenn Maricopa-sýslu hefðu ekki viljað funda með henni og fyrirtækinu til að ræða það sem hún kallaði „alvarleg álitamál“ við kosningarnar í gær. Endurskoðunin héldi áfram þrátt fyrir mótbárur sýsluyfirvalda. Þingforsetinn og félagar hans halda því fram að endurskoðuninni sé ekki ætlað að skera úr um hvort að Biden hefði raunverulega sigrað í Arizona heldur að finna leiðir til þess að bæta framkvæmd kosninganna þar í framtíðinni. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa notað lygar Trump um kosningarnar til þess að samþykkja fjölda laga sem gera kjósendum erfiðara fyrir að greiða atkvæði. Trump heldur engu að síður áfram að ljúga um kosningarnar og vonast til þess að endurskoðunin í Arizona verði sú fyrsta af mörgum sem sýni fram á að hann hafi verið raunverulegur sigurvegari forsetakosninganna í nóvember. Forstjóri Cyber Ninjas sem sér um endurskoðunina hefur endurómað stoðlausar samsæriskenningar Trump um stórfelld svik í forsetakosningunum í nóvember.AP/Matt York Sökuðu kjörstjórn um að eyða gögnum Töluverð spenna hefur ríkt á milli repúblikana í Maricopa-sýslu annars vegar og í öldungadeild ríkisþingsins hins vegar vegna endurskoðunarinnar, ekki síst eftir að Cyber Ninjas ýjaði að því að yfirmenn kjörstjórnar gætu hafa framið lögbrot með því að „eyða“ gögnum af netþjón áður en hann var afhentur fyrirtækinu. Trump forseti básúnaði ásökunum um að kjörstjórnin hefði eytt „heilum gagngrunni“ ólöglega. Síðar kom í ljós að gögnin sem um ræddi voru enn til staðar. Opinber Twitter-síða Maricopa-sýslu deildi hart á Fann þingforseta og fyrirtækið í gær. „Daginn eftir að við útskýrðum í tæknilegu bréfi að þeir væru bara að leita á röngum stað finna „endurskoðendurnir“ skyndilega gögnin,“ tístu sýsluyfirvöld með drjúpandi kaldhæðni. Þá hafa sýsluyfirvöld neitað að afhenda endurskoðendunum lykilorð að kosningavélum og netþjónum sem öldungadeildin hefur krafið þau um. Segjast þau ekki hafa lykilorðin og að það gæti ógnað öryggi viðkvæmara upplýsinga að opna netþjónana. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvernig endurskoðunin sé fjármögnuð. Forstjóri Cyber Ninjas hefur þegar sagt að þeir 150.000 dollarar sem öldungadeildin samþykkti að verja í hana dygðu ekki fyrir kostnaðinum. Að minnsta kosti tvenn samtök hliðholl Trump hafa sagst safnað hundruð þúsundum dollara fyrir endurskoðuninni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Sjá meira