Brynja Dan í framboð fyrir Framsókn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 20:54 Brynja Dan er stofnandi Extraloppunnar. visir Brynja Dan Gunnarsdóttir mun skipa annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður í komandi þingkosningum í haust. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipar fyrsta sæti listans. Þetta staðfesti Brynja við Vísi í kvöld en Fréttablaðið greindi fyrst frá. Brynja Dan hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og í þjóðfélaginu síðustu ár en hún kveðst sjálf alls ekki vilja kalla sig áhrifavald. „Flestir þekkja mig held ég sem stofnanda Extraloppunnar, fyrir Leitina að upprunanum og fyrir að vera endalaust að rugga bátum,“ segir Brynja í samtali við Vísi en Brynja var viðfangsefni fyrstu þátta þáttaseríunnar Leitin að upprunanum árið 2016. Brynja er ættleidd frá Sri Lanka og á 13 ára strák. Hún hefur setið í stjórn Barnaheilla í fjögur ár og tók nýverið sæti í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og vonar að eigin sögn að starf hennar þar leiði af sér jákvæðar breytingar í ættleiðingarmálum á Íslandi. Reykjavík verið Framsókn erfið Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni á þing í kjördæminu í síðustu þingkosningum en ráðherrann Ásmundur Einar ákvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi og í borgina fyrir næstu kosningar. Ásmundur er samkvæmt nýjustu könnunum næstvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar á eftir forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur og því ekki úr vegi að ætla að þetta útspil flokksins skili inn betri kosningu en árið 2017 þegar lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson skipaði efsta sæti listans. Lilja leiðir í suðri Fréttablaðið greindi frá því í kvöld hverjir muni skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavík. Þar segir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands Eldri borgara, verði í forystu ásamt Brynju Dan og Ásmundi í Reykjavík norður. Í Reykjavík suður mun Lilja Alfreðsdóttir aftur leiða lista Framsóknar. Hún var eini þingmaður flokksins sem komst inn á þing í Reykjavík í síðustu kosningum. Ásamt Lilju munu þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, og Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Exclusive Travels skipa efstu sætin í suðri. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Brynja Dan hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og í þjóðfélaginu síðustu ár en hún kveðst sjálf alls ekki vilja kalla sig áhrifavald. „Flestir þekkja mig held ég sem stofnanda Extraloppunnar, fyrir Leitina að upprunanum og fyrir að vera endalaust að rugga bátum,“ segir Brynja í samtali við Vísi en Brynja var viðfangsefni fyrstu þátta þáttaseríunnar Leitin að upprunanum árið 2016. Brynja er ættleidd frá Sri Lanka og á 13 ára strák. Hún hefur setið í stjórn Barnaheilla í fjögur ár og tók nýverið sæti í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og vonar að eigin sögn að starf hennar þar leiði af sér jákvæðar breytingar í ættleiðingarmálum á Íslandi. Reykjavík verið Framsókn erfið Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni á þing í kjördæminu í síðustu þingkosningum en ráðherrann Ásmundur Einar ákvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi og í borgina fyrir næstu kosningar. Ásmundur er samkvæmt nýjustu könnunum næstvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar á eftir forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur og því ekki úr vegi að ætla að þetta útspil flokksins skili inn betri kosningu en árið 2017 þegar lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson skipaði efsta sæti listans. Lilja leiðir í suðri Fréttablaðið greindi frá því í kvöld hverjir muni skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavík. Þar segir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands Eldri borgara, verði í forystu ásamt Brynju Dan og Ásmundi í Reykjavík norður. Í Reykjavík suður mun Lilja Alfreðsdóttir aftur leiða lista Framsóknar. Hún var eini þingmaður flokksins sem komst inn á þing í Reykjavík í síðustu kosningum. Ásamt Lilju munu þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, og Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Exclusive Travels skipa efstu sætin í suðri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira