Hafa æft pósur fyrir lokakvöldið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2021 13:00 Hulda í Gagnamagninu. Getty/Dean Mouhtaropoulos Daði og gagnamagnið hafa undirbúið skemmtilegar pósur fyrir augnablikið þegar myndavélin beinist að þeim í græna herberginu í úrslitakeppni Eurovision í kvöld. Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, meðlimur í gagnamagninu, lýsir síðustu dögum sem tilfinningarússíbana. Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu "á svið" á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Vegna kórónuveirusmits Jóhanns Sigurðar í Gagnamagninu mun sveitin ekki flytja lag sitt í beinni útsendingu og verður þess í stað áfram notast við upptökuna frá seinni æfingu hópsins, þá sömu og skilaði laginu í úrslitin. „Ég get ekki neitað því að maður er búinn að fara allan skalann en við erum bara að hringja í hvert annað öðru hvoru eða nokkrum sinnum á dag og erum bara frekar góð miðað við,“ segir Hulda Kristín. Hafa æft pósur fyrir kvöldið Hópurinn hefur verið í sóttkví síðustu daga en Hulda Kristín segir að þau fari í seinni sýnatöku á eftir. Daði Freyr Pétursson tísti nú fyrir skömmu að hann hefði greinst neikvæður í seinni sýnatökunni. I just tested negative again... so that s something— Daði Freyr (@dadimakesmusic) May 22, 2021 Hún er mjög spennt fyrir kvöldinu. „Við verðum aftur uppi á sjöundu hæð þar sem er búið að gera grænt herbergi fyrir okkur, í góðra vina hópi og höldum okkar fjarlægð. Við ætluðum að fá okkur einhvern kvöldmat saman og síðan verður keppnin sjúklega löng í kvöld því þetta eru 26 atriði en það verður bara ógeðslega gaman að fylgjast með,“ segir Hulda Kristín. Eruði með einhver plön um það sem þið ætlið að gera þegar myndavélarnar beinast að ykkur í kvöld? „Við erum með nokkrar pósur. Daði var að æfa rosalega skemmtilegt í gær en þetta kemur allt í ljós,“ segir Hulda Kristín. „Þetta er alveg grilluð upplifun“ Sem fyrr segir verður notast við sömu upptöku í kvöld. „Þetta er bara svo góð upptaka. Mér finnst hún ekki eldast. Hún virkar vel og þetta er bara eins og við séum live. Það er svo fyndið að horfa á þetta og vera bara: vá, ég er á sviðinu en ég er ekki á sviðinu. Þetta er alveg grilluð upplifun.“ Hulda Kristín segist vongóð um að þau vinni jafnvel keppnina. „Ég meina við erum í topp sex núna og á góðum stað í kvöldinu þannig ég er bara spennt að sjá og frekar vongóð,“ segir Hulda Kristín. Á undanúrslitakeppninni á fimmtudag vakti Hulda Kristín athygli fyrir að veifa svokölluðum Pan-sexual fána í beinni útsendingu úr græna herberginu en Hulda er pan-kynhneigð. Grét yfir góðum viðbrögðum eftir að hafa veifað Pan-fána „Pan-sexual er í rauninni að aðlagast meira að persónuleika heldur en einhverju líkamsbundnu, það skiptir ekki máli hvort það sé hann, hún eða hán. Maður bara elskar það sem maður elskar,“ segir Hulda Kristín og bætir við að hún hafi fengið mikla og góða athygli eftir að hafa veifað fánanum. „Ég er búin að fá svo ótrúlega falleg skilaboð frá allskonar fólki héðan og þaðan úr heiminum. Ég er bara búin að vera grátandi yfir símanum,“ segir Hulda Kristín. Allir nema Jói heim á morgun Hulda segir að allir gagnamagnsmeðlimir, fyrir utan Jóhann Sigurð sem er kallaður Jói, fari heim á morgun. Sem fyrr segir greinist hann smitaður af kórónuveirunni á miðvikudag. Hann fari aftur í próf á mánudag. „Hann er búinn að fara upp og niður, allar sveiflurnar. Hann er með playstation-ið í herberginu. Hann er að fá sér mikið af indverskum mat til að „boozta imunity-ið“ og svona. En annars er hann bara í stuði og ekki með nein einkenni,“ segir Hulda Kristín. Eurovision Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu "á svið" á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Vegna kórónuveirusmits Jóhanns Sigurðar í Gagnamagninu mun sveitin ekki flytja lag sitt í beinni útsendingu og verður þess í stað áfram notast við upptökuna frá seinni æfingu hópsins, þá sömu og skilaði laginu í úrslitin. „Ég get ekki neitað því að maður er búinn að fara allan skalann en við erum bara að hringja í hvert annað öðru hvoru eða nokkrum sinnum á dag og erum bara frekar góð miðað við,“ segir Hulda Kristín. Hafa æft pósur fyrir kvöldið Hópurinn hefur verið í sóttkví síðustu daga en Hulda Kristín segir að þau fari í seinni sýnatöku á eftir. Daði Freyr Pétursson tísti nú fyrir skömmu að hann hefði greinst neikvæður í seinni sýnatökunni. I just tested negative again... so that s something— Daði Freyr (@dadimakesmusic) May 22, 2021 Hún er mjög spennt fyrir kvöldinu. „Við verðum aftur uppi á sjöundu hæð þar sem er búið að gera grænt herbergi fyrir okkur, í góðra vina hópi og höldum okkar fjarlægð. Við ætluðum að fá okkur einhvern kvöldmat saman og síðan verður keppnin sjúklega löng í kvöld því þetta eru 26 atriði en það verður bara ógeðslega gaman að fylgjast með,“ segir Hulda Kristín. Eruði með einhver plön um það sem þið ætlið að gera þegar myndavélarnar beinast að ykkur í kvöld? „Við erum með nokkrar pósur. Daði var að æfa rosalega skemmtilegt í gær en þetta kemur allt í ljós,“ segir Hulda Kristín. „Þetta er alveg grilluð upplifun“ Sem fyrr segir verður notast við sömu upptöku í kvöld. „Þetta er bara svo góð upptaka. Mér finnst hún ekki eldast. Hún virkar vel og þetta er bara eins og við séum live. Það er svo fyndið að horfa á þetta og vera bara: vá, ég er á sviðinu en ég er ekki á sviðinu. Þetta er alveg grilluð upplifun.“ Hulda Kristín segist vongóð um að þau vinni jafnvel keppnina. „Ég meina við erum í topp sex núna og á góðum stað í kvöldinu þannig ég er bara spennt að sjá og frekar vongóð,“ segir Hulda Kristín. Á undanúrslitakeppninni á fimmtudag vakti Hulda Kristín athygli fyrir að veifa svokölluðum Pan-sexual fána í beinni útsendingu úr græna herberginu en Hulda er pan-kynhneigð. Grét yfir góðum viðbrögðum eftir að hafa veifað Pan-fána „Pan-sexual er í rauninni að aðlagast meira að persónuleika heldur en einhverju líkamsbundnu, það skiptir ekki máli hvort það sé hann, hún eða hán. Maður bara elskar það sem maður elskar,“ segir Hulda Kristín og bætir við að hún hafi fengið mikla og góða athygli eftir að hafa veifað fánanum. „Ég er búin að fá svo ótrúlega falleg skilaboð frá allskonar fólki héðan og þaðan úr heiminum. Ég er bara búin að vera grátandi yfir símanum,“ segir Hulda Kristín. Allir nema Jói heim á morgun Hulda segir að allir gagnamagnsmeðlimir, fyrir utan Jóhann Sigurð sem er kallaður Jói, fari heim á morgun. Sem fyrr segir greinist hann smitaður af kórónuveirunni á miðvikudag. Hann fari aftur í próf á mánudag. „Hann er búinn að fara upp og niður, allar sveiflurnar. Hann er með playstation-ið í herberginu. Hann er að fá sér mikið af indverskum mat til að „boozta imunity-ið“ og svona. En annars er hann bara í stuði og ekki með nein einkenni,“ segir Hulda Kristín.
Eurovision Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira