Ekki hefur tekist að rekja smit tveggja þeirra sem hafa greinst og óvíst er hvernig þeir smituðust. Þetta kemur fram á vef færeyska ríkisútvarpsins.
Lars Fodgaard Møller, landlæknir Færeyja, segir að taka þurfi stöðuna með fúlustu alvöru. Hann segir þó enn of snemmt að íhuga hertar sóttvarnaaðgerðir.