„Þetta var í raun bara illa gert hjá mér“ Atli Arason skrifar 22. maí 2021 19:42 Hörður Axel skýtur að körfunni. vísir/anton Herði Axel Vilhjálmssyni, leikmanni Keflavík, var gífurlega létt eftir fjögurra stiga sigur Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Um tíma leit út fyrir að Keflavík væri að fara að tapa sínum fyrsta heimaleik í vetur en Stólarnir voru yfir langan part leiksins og voru meðal annars með eins stigs forskot og áttu boltann þegar mínúta var eftir af leiknum. „Ég er virkilega ánægður að hafa sloppið frá þessum leik, þeir voru rosalega ‚physical‘ og rosalega góðir. Að sama skapi vorum við mjög flatir í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að ræða um það fyrir leik, verandi 2-0 yfir þá er hætta á þessu. Við náum svo að snúa þessu við í þriðja leikhluta með meiri orku í rauninni. Við hækkuðum orkustigið sem var frábært,“ Sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik. „Við vorum að framkvæma vel síðustu þrjár til fimm mínúturnar, þar sem við erum að mjólka það sem okkur fannst virka vel í gegnum leikinn. Svo fengum við þau stopp sem við þurftum á að halda.“ Í öðrum leikhluta var Hörður að útskýra fyrir einum dómara leiksins hvað væri villa beint fyrir framan fjölmiðla aðstöðuna, eftir að honum fannst vera brotið á sér undir körfunni. Hörður var spurður út í þessar viðræður hans við dómarann. „Þetta er bara hluti af leiknum, manni finnst alltaf verið brotið á sér. Ég fór yfir það með sjálfum mér í hálfleik að þetta var í raun bara illa gert hjá mér. Ég var mikið að keyra á körfuna og leita af snertingu í stað þess að fara í einföld skot. Ég breytti því í seinni hálfleik,“ svaraði Hörður. Hörður og félagar eru komnir í sjaldséð frí. Ef einhver viðureign átta liða úrslitanna fer alla leið í oddaleik þá fá Keflvíkingar að minnsta kosti viku pásu frá körfubolta. Hörður er samt ekki á því að taka fótinn af bensíngjöfinni og halda einhvern Eurovision fagnað í kvöld. „Alls ekki. Við erum bara á okkar vegferð. Þótt við séum komnir í gegnum átta liða úrslit þá erum við ekkert komnir þangað sem okkur langar að vera. Við fögnum þegar því takmarki er náð,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum undir lok leiksins. 22. maí 2021 18:46 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður að hafa sloppið frá þessum leik, þeir voru rosalega ‚physical‘ og rosalega góðir. Að sama skapi vorum við mjög flatir í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að ræða um það fyrir leik, verandi 2-0 yfir þá er hætta á þessu. Við náum svo að snúa þessu við í þriðja leikhluta með meiri orku í rauninni. Við hækkuðum orkustigið sem var frábært,“ Sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik. „Við vorum að framkvæma vel síðustu þrjár til fimm mínúturnar, þar sem við erum að mjólka það sem okkur fannst virka vel í gegnum leikinn. Svo fengum við þau stopp sem við þurftum á að halda.“ Í öðrum leikhluta var Hörður að útskýra fyrir einum dómara leiksins hvað væri villa beint fyrir framan fjölmiðla aðstöðuna, eftir að honum fannst vera brotið á sér undir körfunni. Hörður var spurður út í þessar viðræður hans við dómarann. „Þetta er bara hluti af leiknum, manni finnst alltaf verið brotið á sér. Ég fór yfir það með sjálfum mér í hálfleik að þetta var í raun bara illa gert hjá mér. Ég var mikið að keyra á körfuna og leita af snertingu í stað þess að fara í einföld skot. Ég breytti því í seinni hálfleik,“ svaraði Hörður. Hörður og félagar eru komnir í sjaldséð frí. Ef einhver viðureign átta liða úrslitanna fer alla leið í oddaleik þá fá Keflvíkingar að minnsta kosti viku pásu frá körfubolta. Hörður er samt ekki á því að taka fótinn af bensíngjöfinni og halda einhvern Eurovision fagnað í kvöld. „Alls ekki. Við erum bara á okkar vegferð. Þótt við séum komnir í gegnum átta liða úrslit þá erum við ekkert komnir þangað sem okkur langar að vera. Við fögnum þegar því takmarki er náð,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum undir lok leiksins. 22. maí 2021 18:46 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum undir lok leiksins. 22. maí 2021 18:46