Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Björgunarsveitir á svæðinu segja að ferjan sem hrapaði hafi verið á leiðinni frá bænum Stresa til Mottarone fjallsins. Þyrlusveit björgunarsveitanna hefur verið send á staðinn.
#Verbania #23maggio, caduta una cabina della funivia che collega Stresa-Alpino-Mottarone. Risultano persone decedute, il bilancio è provvisorio. Squadre #vigilidelfuoco al lavoro. Sul posto l elicottero del reparto volo di Varese [13:50 #23maggio] pic.twitter.com/y4SnbDNNjz
— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) May 23, 2021
Mynd sem birt var af ítalskri björgunarsveit á Twitter sýnir brakið af ferjunni á skógi vaxinni jörðinni.
Á heimasíðu fyrirtækisins sem rekur kláfferjuna segir að venjulega taki ferðin tuttugu mínútur og farið sé upp í 1.491 metra hæð, fyrir ofan sjávarmál, upp í Mottarone fjall.Staðarmiðlar gefa til kynna að reipið, sem ferjan hangir á, hafi slitnað um 300 metra frá ferjustöðinni á toppi fjallsins.
„Þetta er mjög alvarlegt slys,“ segir Walter Milan, talsmaður björgunarsveitanna, í samtali við fréttastofu RaiNews24. Hann bætir því við að ferjan hafi verið illa farin eftir „hátt fall“.
Fréttin hefur verið uppfærð.