„Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 21:02 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. vísir/EGill Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir. Tæplega þrjátíu þúsund manns búa á Suðurnesjunum en á svæðinu er aðeins ein heilsugæslustöð sem þjónustar um tíu til tólf þúsund manns að sögn Guðbrands Einarsson, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „En við þyrftum í raun að hafa þrjár heilsugæslustöðvar hér á Suðurnesjum þannig að ástandið væri viðunandi. Við erum bara búin að eiga við þennan vanda í einn áratug eða lengur.“ Það sé mönnunarvandi á heilsugæslustöðinni. „Það er engin ásókn í að fara vinna hérna sem gerir það að verkum að við höfum ekki þá lækna sem við þyrftum og íbúar hafa vegna þess leitað til Reykjavíkur og við erum með fjögur þúsund manns skráða á Suðurnesjum skráða á heilsugæslustöð í Reykjavík,“ segir Guðbrandur. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ríkið mismuni íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Guðbrandur tekur undir áhyggjur Magnúsar. Hafa skorað á heilbrigðisráðherra Guðbrandur segir fólk þurfa að bíða allt að þrjár til fjórar vikur eftir tíma á heilsugæslunni. Bæjarstjórn Reykjavíkurbæjar samþykkti bókun í byrjun mánaðarins þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsgæslu á Suðurnesjum sem allra fyrst og ekki seinna en 1. október. „Það er til aðstaða til þess að nota og hægt að kalla til lækna í þá aðstöðu og það hefur bara ekki fengist samþykki fyrir því einhverra hluta vegna. Maður bara áttar sig ekki á þessu,“ segir Guðbrandur. Njóti ekki sömu réttinda og aðrir Lengi hafi verið talað fyrir því að sett verði á laggirnar einkarekin heilsugæslustöð á Suðurnesjum. „En hér hefur ekki verið lögð máls að því að opna slíka stöð og maður skilur ekki hvers vegna við njótum ekki sömu réttinda og aðrir íbúar landsins. Íbúar eru mjög sárir yfir þessu,“ segir Guðbrandur. Hann segir ástandið óviðunandi. Þá sé alþjóðaflugvöllur í miklum vexti á svæðinu. „Það gæti ýmislegt gerst þar sem reynir á heilbrigðiskerfið okkar og því styttri sem vegalengdin er í þá þjónustu því betra,“ segir Guðbrandur. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Tæplega þrjátíu þúsund manns búa á Suðurnesjunum en á svæðinu er aðeins ein heilsugæslustöð sem þjónustar um tíu til tólf þúsund manns að sögn Guðbrands Einarsson, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „En við þyrftum í raun að hafa þrjár heilsugæslustöðvar hér á Suðurnesjum þannig að ástandið væri viðunandi. Við erum bara búin að eiga við þennan vanda í einn áratug eða lengur.“ Það sé mönnunarvandi á heilsugæslustöðinni. „Það er engin ásókn í að fara vinna hérna sem gerir það að verkum að við höfum ekki þá lækna sem við þyrftum og íbúar hafa vegna þess leitað til Reykjavíkur og við erum með fjögur þúsund manns skráða á Suðurnesjum skráða á heilsugæslustöð í Reykjavík,“ segir Guðbrandur. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ríkið mismuni íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Guðbrandur tekur undir áhyggjur Magnúsar. Hafa skorað á heilbrigðisráðherra Guðbrandur segir fólk þurfa að bíða allt að þrjár til fjórar vikur eftir tíma á heilsugæslunni. Bæjarstjórn Reykjavíkurbæjar samþykkti bókun í byrjun mánaðarins þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsgæslu á Suðurnesjum sem allra fyrst og ekki seinna en 1. október. „Það er til aðstaða til þess að nota og hægt að kalla til lækna í þá aðstöðu og það hefur bara ekki fengist samþykki fyrir því einhverra hluta vegna. Maður bara áttar sig ekki á þessu,“ segir Guðbrandur. Njóti ekki sömu réttinda og aðrir Lengi hafi verið talað fyrir því að sett verði á laggirnar einkarekin heilsugæslustöð á Suðurnesjum. „En hér hefur ekki verið lögð máls að því að opna slíka stöð og maður skilur ekki hvers vegna við njótum ekki sömu réttinda og aðrir íbúar landsins. Íbúar eru mjög sárir yfir þessu,“ segir Guðbrandur. Hann segir ástandið óviðunandi. Þá sé alþjóðaflugvöllur í miklum vexti á svæðinu. „Það gæti ýmislegt gerst þar sem reynir á heilbrigðiskerfið okkar og því styttri sem vegalengdin er í þá þjónustu því betra,“ segir Guðbrandur.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira