Fundu nýtt afbrigði veirunnar í Víetnam Sylvía Hall skrifar 30. maí 2021 10:24 Nýja afbrigðið sem hefur greinst í Víetnam er sagt nokkurs konar blanda af því breska og indverska. AP/Hau Dinh Nýtt afbrigði kórónuveirunnar greindist í Víetnam sem er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta staðfesti heilbrigðisráðherra landsins á laugardag eftir að nokkrir nýsmitaðir reyndust vera með afbrigðið. Frá þessu er greint á vef AP þar sem segir að hið nýja afbrigði sé nokkurs konar blanda af því indverska og breska sem hafa náð að dreifa sér til fleiri landa. Breska afbrigðið olli miklum usla í Evrópu undir lok síðasta árs en nýverið hefur það indverska verið að greinast í auknum mæli. Heilbrigðisráðherrann Nguyen Thanh Long segir nýja afbrigðið mögulega ástæðuna fyrir fjölgun smita, en það hefur nú greinst í þrjátíu sveitarfélögum og héruðum í landinu. Ekki er þó vitað til þess að það hafi greinst í öðrum löndum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skrásett fjögur afbrigði veirunnar á heimsvísu sem áhyggjuefni; það breska, indverska, suðurafríska og brasilíska. Bólusetningar eru hafnar í Víetnam, en þó ekki jafn langt á veg komnar og víða í Evrópu og Bandaríkjunum.AP/Aaron Favila Baráttan við kórónuveiruna í Víetnam hefur gengið vel hingað til samanborið við aðrar þjóðir. Í byrjun maí höfðu aðeins 3.100 greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins og 35 dauðsföll verið skrásett, en hátt í hundrað milljónir eru búsettar í landinu. Undanfarnar vikur hefur þó smitum fjölgað umtalsvert þar sem 3.500 hafa greinst með veiruna og tólf hafa látist. Í ljósi stöðunnar hefur verið lagt bann við trúarsamkomum í Víetnam og í stórborgum hafa yfirvöld sett á samkomubann með tilheyrandi lokunum og fjöldatakmörkunum. Bólusetningar eru hafnar í landinu með bóluefni AstraZeneca og ein milljón verið bólusett. Yfirvöld tryggðu í síðustu viku 30 milljónir skammta frá framleiðandanum Pfizer og er von á þeim á þriðja og fjórða ársfjórðungi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víetnam Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Frá þessu er greint á vef AP þar sem segir að hið nýja afbrigði sé nokkurs konar blanda af því indverska og breska sem hafa náð að dreifa sér til fleiri landa. Breska afbrigðið olli miklum usla í Evrópu undir lok síðasta árs en nýverið hefur það indverska verið að greinast í auknum mæli. Heilbrigðisráðherrann Nguyen Thanh Long segir nýja afbrigðið mögulega ástæðuna fyrir fjölgun smita, en það hefur nú greinst í þrjátíu sveitarfélögum og héruðum í landinu. Ekki er þó vitað til þess að það hafi greinst í öðrum löndum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skrásett fjögur afbrigði veirunnar á heimsvísu sem áhyggjuefni; það breska, indverska, suðurafríska og brasilíska. Bólusetningar eru hafnar í Víetnam, en þó ekki jafn langt á veg komnar og víða í Evrópu og Bandaríkjunum.AP/Aaron Favila Baráttan við kórónuveiruna í Víetnam hefur gengið vel hingað til samanborið við aðrar þjóðir. Í byrjun maí höfðu aðeins 3.100 greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins og 35 dauðsföll verið skrásett, en hátt í hundrað milljónir eru búsettar í landinu. Undanfarnar vikur hefur þó smitum fjölgað umtalsvert þar sem 3.500 hafa greinst með veiruna og tólf hafa látist. Í ljósi stöðunnar hefur verið lagt bann við trúarsamkomum í Víetnam og í stórborgum hafa yfirvöld sett á samkomubann með tilheyrandi lokunum og fjöldatakmörkunum. Bólusetningar eru hafnar í landinu með bóluefni AstraZeneca og ein milljón verið bólusett. Yfirvöld tryggðu í síðustu viku 30 milljónir skammta frá framleiðandanum Pfizer og er von á þeim á þriðja og fjórða ársfjórðungi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víetnam Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira