Biden stendur þétt við bakið á hinsegin fólki í upphafi Pride-mánaðarins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 14:39 Biden ætlar að verða töluvert ötulli stuðningsmaður hinsegin fólks en forveri hans í embætti. „Við sjáum ykkur, við styðjum ykkur og við drögum innblástur af hugrekki ykkar til að sætta ykkur ekki við neitt annað en fullt jafnrétti,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu og samfélagsmiðlum Hvíta hússins í gær. Júní er Pride-mánuður í Bandaríkjunum, mánuður hinsegin hátíða, og óhætt að segja að nú kveði við annan tón en þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu. Biden sagðist í yfirlýsingunni ekki munu una sér hvíldar fyrr en hinsegin fólk nyti jafnréttis fyrir lögunum og verndar á við aðra minnihlutahópa. „Pride er bæði gleðilegur samfélagslegur fögnuður sýnileika og persónulegur fögnuður sjálfvirðingar og reisnar,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann sagði Pride-mánuðinn tilefni til að fagna dýrmætt framlag hinsegin fólks til samfélagsins og staðfesta skuldbindingu þjóðarinnar til að standa með hinsegin löndum sínum í baráttu þeirra gegn óréttlæti. Í yfirlýsingunni kemur fram að um 14 prósent allra þeirra sem Biden hefur skipað í hinar ýmsu stöður séu hinsegin og sérstaklega minnst á Pete Buttigieg, sem er fyrsti hinsegin ráðherra Bandaríkjanna, og Rachel Levine, aðstoðarheilbrigðisráðherra, sem er fyrsta transmanneskjan hvers útnefning er samþykkt af öldungadeildinni. Happy Pride! Pride represents so much for the LGBTQ+ community, for our nation, and for the world. It is a time to recall the trials of the LGBTQ+ community and to rejoice in the triumphs of trailblazing individuals who have bravely fought for full equality.We have your back.— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2021 Biden minnist þess þó einnig að björninn sé ekki unninn; til dæmis hafi nokkur ríki Bandaríkjanna fest mismunun gegn trans ungmennum í lög. Þess má geta í þessu samhengi að Flórída varð í gær áttunda ríkið sem bannar trans stúlkum og konum í framhalds- og háskólum að spila með kvennaliðum í íþróttum. Biden sagði Pride-mánuðinn tilefni til að standa með hinsegin fólki, sem væri að berjast fyrir því að fá að lifa eins og það vildi. Barátta þeirra hefði „opnað hjörtu og huga“ þjóðarinnar og lagt grunn að réttlátari Bandaríkjum. „Ég biðla til íbúa Bandaríkjanna að viðurkenna það sem hinsegin samfélagið hefur áorkað, að fagna hinum mikla fjölbreytilega bandarísku þjóðarinnar og til að halda hinsegin fánanum hátt á lofti.“ Bandaríkin Hinsegin Joe Biden Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Júní er Pride-mánuður í Bandaríkjunum, mánuður hinsegin hátíða, og óhætt að segja að nú kveði við annan tón en þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu. Biden sagðist í yfirlýsingunni ekki munu una sér hvíldar fyrr en hinsegin fólk nyti jafnréttis fyrir lögunum og verndar á við aðra minnihlutahópa. „Pride er bæði gleðilegur samfélagslegur fögnuður sýnileika og persónulegur fögnuður sjálfvirðingar og reisnar,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann sagði Pride-mánuðinn tilefni til að fagna dýrmætt framlag hinsegin fólks til samfélagsins og staðfesta skuldbindingu þjóðarinnar til að standa með hinsegin löndum sínum í baráttu þeirra gegn óréttlæti. Í yfirlýsingunni kemur fram að um 14 prósent allra þeirra sem Biden hefur skipað í hinar ýmsu stöður séu hinsegin og sérstaklega minnst á Pete Buttigieg, sem er fyrsti hinsegin ráðherra Bandaríkjanna, og Rachel Levine, aðstoðarheilbrigðisráðherra, sem er fyrsta transmanneskjan hvers útnefning er samþykkt af öldungadeildinni. Happy Pride! Pride represents so much for the LGBTQ+ community, for our nation, and for the world. It is a time to recall the trials of the LGBTQ+ community and to rejoice in the triumphs of trailblazing individuals who have bravely fought for full equality.We have your back.— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2021 Biden minnist þess þó einnig að björninn sé ekki unninn; til dæmis hafi nokkur ríki Bandaríkjanna fest mismunun gegn trans ungmennum í lög. Þess má geta í þessu samhengi að Flórída varð í gær áttunda ríkið sem bannar trans stúlkum og konum í framhalds- og háskólum að spila með kvennaliðum í íþróttum. Biden sagði Pride-mánuðinn tilefni til að standa með hinsegin fólki, sem væri að berjast fyrir því að fá að lifa eins og það vildi. Barátta þeirra hefði „opnað hjörtu og huga“ þjóðarinnar og lagt grunn að réttlátari Bandaríkjum. „Ég biðla til íbúa Bandaríkjanna að viðurkenna það sem hinsegin samfélagið hefur áorkað, að fagna hinum mikla fjölbreytilega bandarísku þjóðarinnar og til að halda hinsegin fánanum hátt á lofti.“
Bandaríkin Hinsegin Joe Biden Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira