Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Arndís Egilsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir leika í þessari nýju gamanmynd í leikstjórn Göggu Jónsdóttur eftir handriti hennar og Snjólaugar Lúðvíksdóttur.
Fimm konur á besta aldrei skella sér saman í bústað til að hafa gaman. Undir huggulegu yfirborðinu leynast þó gamlar syndir sem leysast úr læðingi þegar vínið er farið að segja til sín. Þær segja að um sé að ræða fimm persónur sem flestir ættu að kannast við.
„Karakterarnir eru vel skrifaðir af því að þeir ganga upp og þær eru mannlegar. Þær eru skemmtilegar og fyndnar,“ segir Helga Braga.
Hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan.