Búið er að rekja sjö smit en óvitað er hvernig sá áttundi smitaðist. Fimm þeirra smituðu voru utan sóttkvíar.
„Við höfum ekki taumhald á kórónuveirunni í augnablikinu,“ er haft eftir Lars Fodgaard Møller, landlækni Færeyja.
Eins og er eru 43 með kórónuveiruna og 395 í sóttkví í Færeyjum. Í heildina hafa 731 smitast frá þriðja mars í fyrra, þegar veiran barst fyrst til frænda okkar.
Seinna í dag mun farsóttarnefnd Færeyja funda um stöðuna, en landlæknir getur ekki sagt til um hvort Færeyjum verði skellt í lás á ný.