Síðustu dagar kjörtímabilsins að renna upp á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2021 16:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fer yfir þau mál sem sennilega ná ekki fram að ganga á kjörtímabilinu og hvað tekur við eftir kosningar í september. Stöð 2/Einar Síðustu dagar þingstarfa á yfirstandandi kjörtímabili eru framundan í vikunni og setja svip sinn á Víglínuna á Stöð 2 í dag. Eldhúsdagsumræður fara fram á morgun og samkvæmt starfsáæltun á þingstörfum á vorþingi að ljúka næst komandi fimmtudag hinn 10. júní. Það horfir ekki vel fyrir þingmannafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni. Áætlað er að vorþingi ljúki á fimmtudag.Stöð 2/Einar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 í dag til að ræða hvaða mál muni hugsanlega daga uppi en þegar hefur komið fram að frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð muni ekki ná fram að ganga fyrir kosningar. Þá eru miklar efasemdir um þingmannafrumvarp Katrínar um breytingar á stjórnarskránni. Ef það verður ekki að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd í þessari viku verður væntanlega engin þörf á að boða þing saman í nokkra daga í ágúst til að afgreiða þau mál. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vill að Íslendingar fari leið Dana í málum hælisleitenda og telur fráleitt að lögleiða neysluskammta fíkniefna.Stöð 2/Einar Í seinni hluta Víglínunnar fær Heimir Már þau Helgu Völu Helgadóttur þingmann Samfylkingarinnar og formann velferðarnefndar og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins til sín. Miðflokkurinn hélt landsþing um helgina þar sem meðal annars var sterkt kveðið á um stefnuna í málefnum hælisleitenda og mögulega lögleiðingu neysluskammta fíkniefna. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnina ekki hafa staðið við loforð um öfluga innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu.Stöð 2/Einar Þau Helga Vala og Sigmundur Davíð munu einnig leggja dóm sinn á frammistöðu ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu sem senn er á enda. Ef tími vinnst til verður einnig rætt um áherslur flokkanna fyrir komandi kosningar í lok September. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40 og fer fljótlega eftir útsendingu inn á Stöð 2 + þar sem áskrifendur geta horft á þáttinn. Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Það horfir ekki vel fyrir þingmannafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni. Áætlað er að vorþingi ljúki á fimmtudag.Stöð 2/Einar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 í dag til að ræða hvaða mál muni hugsanlega daga uppi en þegar hefur komið fram að frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð muni ekki ná fram að ganga fyrir kosningar. Þá eru miklar efasemdir um þingmannafrumvarp Katrínar um breytingar á stjórnarskránni. Ef það verður ekki að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd í þessari viku verður væntanlega engin þörf á að boða þing saman í nokkra daga í ágúst til að afgreiða þau mál. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vill að Íslendingar fari leið Dana í málum hælisleitenda og telur fráleitt að lögleiða neysluskammta fíkniefna.Stöð 2/Einar Í seinni hluta Víglínunnar fær Heimir Már þau Helgu Völu Helgadóttur þingmann Samfylkingarinnar og formann velferðarnefndar og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins til sín. Miðflokkurinn hélt landsþing um helgina þar sem meðal annars var sterkt kveðið á um stefnuna í málefnum hælisleitenda og mögulega lögleiðingu neysluskammta fíkniefna. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnina ekki hafa staðið við loforð um öfluga innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu.Stöð 2/Einar Þau Helga Vala og Sigmundur Davíð munu einnig leggja dóm sinn á frammistöðu ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu sem senn er á enda. Ef tími vinnst til verður einnig rætt um áherslur flokkanna fyrir komandi kosningar í lok September. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40 og fer fljótlega eftir útsendingu inn á Stöð 2 + þar sem áskrifendur geta horft á þáttinn.
Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira