„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 22:54 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hélt sína síðustu eldhúsdagsræðu fyrr í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. Steingrímur talar um eflingu nefndarsviðs og þá sérstaklega fjárstjórnar- og eftirlitshlutverksins. Þar hefur þremur viðbótarsérfræðingum verið bætt við hópinn. Lagaskrifstofa þingsins hefur verið efld með viðbótarlögfræðingi. Þá hefur starf þingflokkana verið eflt með sautján nýjum starfsmönnum og styrkingu fjárgrundvallar. Loks hrósar Steingrímur nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Traust og virðing áunnið fyrirbæri Hann talar um að traust til Alþingis hefði stokkið upp um heil sextán prósentustig. „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri,“ segir Steingrímur. Þá hrósar hann Alþingi fyrir vel unnin störf í Kórónuveirufaraldrinum. Þingið afgreiddi sextíu frumvörp og þingmál sem voru svokölluð Covid-mál, til viðbótar við sín venjulegu störf. Steingrímur segir það vera heiður að vera alþingismaður og varar þá við því að tala niður sitt eigið starf. Það sé eðlilegt að takast á og gagnrýna það sem er gagnrýnisvert, en það sé skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga, því fólki sem hingað er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins,“ segir Steingrímur. Margar eru áskoranir framtíðarinnar Hann nefnir loftslagsvána sem eina stærstu áskorun framtíðarinnar. Þar sé ábyrgð núverandi kynslóðar mest. „Það er stundum sagt að það fyrsta sem deyi í stríði sé sannleikurinn. En mér finnst ekki alltaf þurfa styrjaldir eða vopnuð átök til að sannleikurinn deyi eða lúti lægra haldi.“ Þá séu upplýsingaóreiða og falsfréttir sem flæði um heiminn í krafti tækninnar einnig hættulegar lýðræðinu. Hann segir ískyggilegt hvernig alþjóðleg auðfyrirtæki vakti okkur hvert fótmál, safni óhemju magni af upplýsingum um einkahagi fólks og misfari svo með þær. „Gervigreind er hættulegur húsbóndi, en getur gagnast sem þjónn,“ segir Steingrímur. Hann telur frið og samstöðu vera dýrmætasta djásn hvers samfélags og þá skipti engu máli hvaða magn af fánýtum hlutum er vegið þar á móti. Vinstri græn Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Steingrímur talar um eflingu nefndarsviðs og þá sérstaklega fjárstjórnar- og eftirlitshlutverksins. Þar hefur þremur viðbótarsérfræðingum verið bætt við hópinn. Lagaskrifstofa þingsins hefur verið efld með viðbótarlögfræðingi. Þá hefur starf þingflokkana verið eflt með sautján nýjum starfsmönnum og styrkingu fjárgrundvallar. Loks hrósar Steingrímur nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Traust og virðing áunnið fyrirbæri Hann talar um að traust til Alþingis hefði stokkið upp um heil sextán prósentustig. „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri,“ segir Steingrímur. Þá hrósar hann Alþingi fyrir vel unnin störf í Kórónuveirufaraldrinum. Þingið afgreiddi sextíu frumvörp og þingmál sem voru svokölluð Covid-mál, til viðbótar við sín venjulegu störf. Steingrímur segir það vera heiður að vera alþingismaður og varar þá við því að tala niður sitt eigið starf. Það sé eðlilegt að takast á og gagnrýna það sem er gagnrýnisvert, en það sé skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga, því fólki sem hingað er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins,“ segir Steingrímur. Margar eru áskoranir framtíðarinnar Hann nefnir loftslagsvána sem eina stærstu áskorun framtíðarinnar. Þar sé ábyrgð núverandi kynslóðar mest. „Það er stundum sagt að það fyrsta sem deyi í stríði sé sannleikurinn. En mér finnst ekki alltaf þurfa styrjaldir eða vopnuð átök til að sannleikurinn deyi eða lúti lægra haldi.“ Þá séu upplýsingaóreiða og falsfréttir sem flæði um heiminn í krafti tækninnar einnig hættulegar lýðræðinu. Hann segir ískyggilegt hvernig alþjóðleg auðfyrirtæki vakti okkur hvert fótmál, safni óhemju magni af upplýsingum um einkahagi fólks og misfari svo með þær. „Gervigreind er hættulegur húsbóndi, en getur gagnast sem þjónn,“ segir Steingrímur. Hann telur frið og samstöðu vera dýrmætasta djásn hvers samfélags og þá skipti engu máli hvaða magn af fánýtum hlutum er vegið þar á móti.
Vinstri græn Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent