Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 8. júní 2021 08:39 Ríkislögreglustjórinn Reece Kershaw og forsætisráðherrann Scott Morrison greina frá aðgerðinni á blaðamannafundi. epa/Dean Lewins Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu. Notkun löggæsluyfirvalda á appinu hefur leitt til handtaka í átján ríkjum. Í Ástralíu hafa 224 verið handteknir og þá hefur lögregla þar í landi gripið til aðgerða í tuttugu tilvikum þar sem rætt var um morð. Forsætisráðherra landsins, Scott Morrisson, segir um að ræða þungt högg fyrir skipulagða glæpastarfsemi en áströlsk lögreguyfirvöld skipulögðu aðgerðina í samvinnu við FBI. Von er á frekari upplýsingum um málið frá FBI og Europol í dag. Meðal handteknu eru einstaklingar sem eru taldir vera tengdir mafíunni og skipulögðum glæpahópum. Þá hefur einnig verið lagt hald á vopn, eiturlyf og reiðufé þökk sé appinu, sem ber heitið ANOM. Samkvæmt lögregluyfirvöldum á Nýja-Sjálandi, sem hafa handtekið 35 í tengslum við aðgerðina, hóf FBI að starfrækja ANOM eftir að hafa lokað tveimur öðrum spjallþjónustum sem glæpamenn nýttu sér. Tækjum með appinu var dreift í „undirheimum“ og fyrst notað af hátt settum einstaklingum áður en aðrir fengu traust á því og fóru að nota það. Ástralski fíkniefnasmyglarinn Hakan Ayik er sagður hafa gengt lykilhlutverki í aðgerðinni, þar sem hann mælti óafvitandi með appinu við félaga sína eftir að hafa fengið síma hjá dulbúnum lögreglumönnum. Að sögn lögreglu var aðeins hægt að nálgast umrædda síma hjá öðrum glæpamönnum og hvorki hægt að nota þá til að hringja eða senda tölvupóst, aðeins nota ANOM. Eftir að símarnir komust í dreifingu gat lögregla fylgst með milljónum skilaboða í rauntíma, þar sem lagt var á ráðin um morð, fíkniefnainnflutning og aðra glæpastarfsemi. Lögregla hefur hvatt Ayik til að gefa sig fram en hans sé leitað í undirheimum. Ítarlega frétt um málið er að finna hjá BBC. Bandaríkin Ástralía Nýja-Sjáland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Notkun löggæsluyfirvalda á appinu hefur leitt til handtaka í átján ríkjum. Í Ástralíu hafa 224 verið handteknir og þá hefur lögregla þar í landi gripið til aðgerða í tuttugu tilvikum þar sem rætt var um morð. Forsætisráðherra landsins, Scott Morrisson, segir um að ræða þungt högg fyrir skipulagða glæpastarfsemi en áströlsk lögreguyfirvöld skipulögðu aðgerðina í samvinnu við FBI. Von er á frekari upplýsingum um málið frá FBI og Europol í dag. Meðal handteknu eru einstaklingar sem eru taldir vera tengdir mafíunni og skipulögðum glæpahópum. Þá hefur einnig verið lagt hald á vopn, eiturlyf og reiðufé þökk sé appinu, sem ber heitið ANOM. Samkvæmt lögregluyfirvöldum á Nýja-Sjálandi, sem hafa handtekið 35 í tengslum við aðgerðina, hóf FBI að starfrækja ANOM eftir að hafa lokað tveimur öðrum spjallþjónustum sem glæpamenn nýttu sér. Tækjum með appinu var dreift í „undirheimum“ og fyrst notað af hátt settum einstaklingum áður en aðrir fengu traust á því og fóru að nota það. Ástralski fíkniefnasmyglarinn Hakan Ayik er sagður hafa gengt lykilhlutverki í aðgerðinni, þar sem hann mælti óafvitandi með appinu við félaga sína eftir að hafa fengið síma hjá dulbúnum lögreglumönnum. Að sögn lögreglu var aðeins hægt að nálgast umrædda síma hjá öðrum glæpamönnum og hvorki hægt að nota þá til að hringja eða senda tölvupóst, aðeins nota ANOM. Eftir að símarnir komust í dreifingu gat lögregla fylgst með milljónum skilaboða í rauntíma, þar sem lagt var á ráðin um morð, fíkniefnainnflutning og aðra glæpastarfsemi. Lögregla hefur hvatt Ayik til að gefa sig fram en hans sé leitað í undirheimum. Ítarlega frétt um málið er að finna hjá BBC.
Bandaríkin Ástralía Nýja-Sjáland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira