Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“ Snorri Másson skrifar 8. júní 2021 13:44 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ekki áhyggjur af samstöðu innan Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina. „Vettvangur stjórnmálanna er um margt ólíkur öðrum sviðum samfélagsins. Þar hleypur mönnum oft kapp í kinn og það er ýmislegt sagt. En niðurstaðan í þessu, sama hvað þú vilt fara í miklar bollaleggingar um framtíðina, er einfaldlega mjög ánægjuleg fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Bjarni. Harkan í átökum Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur varð ljós í sigurræðu Guðlaugs á kosningavöku um helgina, þar sem hann sagði að einhverjir ónefndir aðilar hafi lagt gríðarlega áherslu á að hann yrði ekki oddviti flokksins í kjördæminu. „Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína í ræðunni. Í viðtali við fréttastofu fer Bjarni yfir málið og segist þar ekki vita nákvæmlega til hvers Guðlaugur er að vísa. „Síðast þegar við héldum prófkjör í Reykjavík nutum við þess að hafa Ólöfu Nordal með okkur. Við höfum gengið til kosninga í millitíðinni og við höfum stillt upp listum þannig að við erum með tvö kjördæmi í Reykjavík og það hafa verið tveir oddvitar. En Guðlaugur var samt sem áður á eftir Ólöfu í síðasta prófkjöri. Kannski er verið að vísa til þess að hann hafi verið efstur í goggunarröðinni ef svo mætti að orði komast. En þetta eru orð sögð í hita leiksins og ég finn ekki annað en að í þingliðinu okkar ætli menn að snúa bökum saman og sækja fram sem ein öflug heild.“ Bjarni segist aðspurður ekki hafa viljað sérstaklega að Áslaug Arna tæki oddvitasætið í stað Guðlaugs, heldur eigi vilji flokksmanna í Reykjavík að ráða því. Hann tekur ekki afstöðu til þess. Rætt hefur verið um að niðurstaðan í prófkjörinu geti haft nokkuð um það að segja hver tekur við sem formaður flokksins á eftir Bjarna. Vill halda Sigríði og Brynjari í flokknum Bjarni vonast enn til að fá Sigríði Andersen og Brynjar Níelsson á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann vill fjölga þingmönnum Reykvíkinga. Brynjar og Sigríður sóttust bæði eftir öðru sæti í prófkjöri Reykvíkinga en báru hvort tveggja nokkuð skarðan hlut frá borði. Brynjar hafnaði í 5. sæti og segist hafa kvatt stjórnmálin en Sigríður var ekki einu sinni á meðal efstu átta í prófkjörinu. Hún segist ekki fara fram á sæti á listanum. „Þetta sýnir að pólitíkin er harður heimur, jafnvel þingmenn sem eru með langan þingferil og mikla reynslu, geta átt undir högg að sækja gagnvart nýjum frambjóðendum. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því en persónulega er ég nú að vonast til þess að við njótum áfram krafta þeirra og förum inn í kosningarnar í haust með þann metnað að fjölga þingmönnum Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. 6. júní 2021 23:27 Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
„Vettvangur stjórnmálanna er um margt ólíkur öðrum sviðum samfélagsins. Þar hleypur mönnum oft kapp í kinn og það er ýmislegt sagt. En niðurstaðan í þessu, sama hvað þú vilt fara í miklar bollaleggingar um framtíðina, er einfaldlega mjög ánægjuleg fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Bjarni. Harkan í átökum Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur varð ljós í sigurræðu Guðlaugs á kosningavöku um helgina, þar sem hann sagði að einhverjir ónefndir aðilar hafi lagt gríðarlega áherslu á að hann yrði ekki oddviti flokksins í kjördæminu. „Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína í ræðunni. Í viðtali við fréttastofu fer Bjarni yfir málið og segist þar ekki vita nákvæmlega til hvers Guðlaugur er að vísa. „Síðast þegar við héldum prófkjör í Reykjavík nutum við þess að hafa Ólöfu Nordal með okkur. Við höfum gengið til kosninga í millitíðinni og við höfum stillt upp listum þannig að við erum með tvö kjördæmi í Reykjavík og það hafa verið tveir oddvitar. En Guðlaugur var samt sem áður á eftir Ólöfu í síðasta prófkjöri. Kannski er verið að vísa til þess að hann hafi verið efstur í goggunarröðinni ef svo mætti að orði komast. En þetta eru orð sögð í hita leiksins og ég finn ekki annað en að í þingliðinu okkar ætli menn að snúa bökum saman og sækja fram sem ein öflug heild.“ Bjarni segist aðspurður ekki hafa viljað sérstaklega að Áslaug Arna tæki oddvitasætið í stað Guðlaugs, heldur eigi vilji flokksmanna í Reykjavík að ráða því. Hann tekur ekki afstöðu til þess. Rætt hefur verið um að niðurstaðan í prófkjörinu geti haft nokkuð um það að segja hver tekur við sem formaður flokksins á eftir Bjarna. Vill halda Sigríði og Brynjari í flokknum Bjarni vonast enn til að fá Sigríði Andersen og Brynjar Níelsson á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann vill fjölga þingmönnum Reykvíkinga. Brynjar og Sigríður sóttust bæði eftir öðru sæti í prófkjöri Reykvíkinga en báru hvort tveggja nokkuð skarðan hlut frá borði. Brynjar hafnaði í 5. sæti og segist hafa kvatt stjórnmálin en Sigríður var ekki einu sinni á meðal efstu átta í prófkjörinu. Hún segist ekki fara fram á sæti á listanum. „Þetta sýnir að pólitíkin er harður heimur, jafnvel þingmenn sem eru með langan þingferil og mikla reynslu, geta átt undir högg að sækja gagnvart nýjum frambjóðendum. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því en persónulega er ég nú að vonast til þess að við njótum áfram krafta þeirra og förum inn í kosningarnar í haust með þann metnað að fjölga þingmönnum Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. 6. júní 2021 23:27 Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. 6. júní 2021 23:27
Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30