Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2021 13:14 Lögregla hefur elst við Anton Kristinn í langan tíma. Hann sætir nú ákæru fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs Finnbogasonar, lögmanns Antons Kristins. Niðurfellingarbréf hafi borist frá lögreglu til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. „Ég er að undirbúa bótamál gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa lengi haft upplýsingar um að Anton Kristinn tengdist morðinu ekkert. Það hafi legið fyrir þegar blásið var til fréttamannafundar vegna málsins. Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa ráðið Armando Beqirai bana þann 13. febrúar og raunar lagt áherslu á að hann hafi verið einn að verki. Þrír aðrir eru ákærðir en þeir neituðu aðild að málinu við þingfestingu þess á dögunum. Þeirra á meðal karlmaður sem ók Angjelin í Rauðagerði og með hann á brott í kjölfarið. Aðalmeðferð í málinu fer fram í haust. Endurtekið fengið bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem lýst hefur verið sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur þó aðeins einu sinni fengið fangelsisdóm í þyngri kantinum og oftar en einu sinni sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til dóma. Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs kom fram að Anton Kristinn var um tíma uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókninni var rætt við fjölmarga rannsóknarlögreglumenn og settu sumir stórt spurningamerki við hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Efuðust þeir um heilindi lögreglufulltrúans. Rannsakendur héraðssaksóknara á máli lögreglufulltrúans töldu þó ekkert koma fram í gögnum málsins sem renndi stoðum undir ásakanir sem til rannsóknar voru. Var málið fellt niður og fékk lögreglufulltrúinn miskabætur frá ríkinu. Kókaín og rafstuðbyssur Það var mánudaginn 11. mars árið 2019 sem lögregla mætti á heimili Antons Kristins í Frjóakri í Garðabæ. Allir fimm voru á heimili Antons Kristins að því er segir í ákærunni. Anton og annar karlmaður eru ákærðir fyrir vopnalagabrot en lögregla fann og lagði hald á þrjár rafstuðbyssur á heimilinu. Þá er Anton ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa 0,73 grömm af kókaíni sem þeir voru að neyta þegar lögregla mætti í húsleitina, að því er segir í ákæru. Þá eru Anton og 44 ára karlmaður ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum 34 grömm af kókaíni og rúmt gramm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Steinbergur segir að 44 ára karlmaðurinn hafi þegar játað að hafa átt grömmin 34 af kókaíni. Stærstan hluta málsins hafi aðrir játað. Anton Kristinn neiti sök í því litla sem eftir standi. Húsið í Hauganesi á Arnarnesinu sem Anton Kristinn er með í byggingu.Vísir/Vilhelm Anton Kristinn er fluttur úr Frjóakri en hann seldi húsið, sem er 700 fermetrar, fyrir 360 milljónir króna. Hann fer þó ekki langt en hann er með einbýlishús á Arnarnesinu í byggingu. Lögreglumál Morð í Rauðagerði Dómsmál Garðabær Fíkniefnabrot Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs Finnbogasonar, lögmanns Antons Kristins. Niðurfellingarbréf hafi borist frá lögreglu til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. „Ég er að undirbúa bótamál gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa lengi haft upplýsingar um að Anton Kristinn tengdist morðinu ekkert. Það hafi legið fyrir þegar blásið var til fréttamannafundar vegna málsins. Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa ráðið Armando Beqirai bana þann 13. febrúar og raunar lagt áherslu á að hann hafi verið einn að verki. Þrír aðrir eru ákærðir en þeir neituðu aðild að málinu við þingfestingu þess á dögunum. Þeirra á meðal karlmaður sem ók Angjelin í Rauðagerði og með hann á brott í kjölfarið. Aðalmeðferð í málinu fer fram í haust. Endurtekið fengið bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem lýst hefur verið sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur þó aðeins einu sinni fengið fangelsisdóm í þyngri kantinum og oftar en einu sinni sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til dóma. Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs kom fram að Anton Kristinn var um tíma uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókninni var rætt við fjölmarga rannsóknarlögreglumenn og settu sumir stórt spurningamerki við hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Efuðust þeir um heilindi lögreglufulltrúans. Rannsakendur héraðssaksóknara á máli lögreglufulltrúans töldu þó ekkert koma fram í gögnum málsins sem renndi stoðum undir ásakanir sem til rannsóknar voru. Var málið fellt niður og fékk lögreglufulltrúinn miskabætur frá ríkinu. Kókaín og rafstuðbyssur Það var mánudaginn 11. mars árið 2019 sem lögregla mætti á heimili Antons Kristins í Frjóakri í Garðabæ. Allir fimm voru á heimili Antons Kristins að því er segir í ákærunni. Anton og annar karlmaður eru ákærðir fyrir vopnalagabrot en lögregla fann og lagði hald á þrjár rafstuðbyssur á heimilinu. Þá er Anton ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa 0,73 grömm af kókaíni sem þeir voru að neyta þegar lögregla mætti í húsleitina, að því er segir í ákæru. Þá eru Anton og 44 ára karlmaður ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum 34 grömm af kókaíni og rúmt gramm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Steinbergur segir að 44 ára karlmaðurinn hafi þegar játað að hafa átt grömmin 34 af kókaíni. Stærstan hluta málsins hafi aðrir játað. Anton Kristinn neiti sök í því litla sem eftir standi. Húsið í Hauganesi á Arnarnesinu sem Anton Kristinn er með í byggingu.Vísir/Vilhelm Anton Kristinn er fluttur úr Frjóakri en hann seldi húsið, sem er 700 fermetrar, fyrir 360 milljónir króna. Hann fer þó ekki langt en hann er með einbýlishús á Arnarnesinu í byggingu.
Lögreglumál Morð í Rauðagerði Dómsmál Garðabær Fíkniefnabrot Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira