Viðurkenna Suður-Íshafið sem heimshaf Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 13:01 Suður-Íshafið umvefur Suðurskautslandið. Hlutar þess hlýna nú afar hratt og eiga þátt í að bræða jökla sem ganga fram í sjó neðan frá. Vísir/EPA Suður-Íshafið í kringum Suðurskautslandið verður nú skráð sem fimmta heimshafið á kortum Landafræðifélags Bandaríkjanna í fyrsta skipti í meira en hundrað ára sögu þess. Fram að þessu hefur óeining ríkt um fjölda heimshafanna og félagið hefur aðeins viðurkennt fjögur. Ekki voru allir á einu máli um nafnið og ytri mörkin þegar Alþjóðasjómælingastofnunin (IHO) lagði til útlínur Suður-Íshafsins, hafsvæðis sem nær frá ströndum Suðurskautslandsins í suðri til 60 breiddargráðu suður í norðri árið 2000. Þess vegna hefur Landafræðifélagið (e. National Geographic Society) merkt hafið á kortum en alltaf með fyrirvara um að ekki séu allir sáttir við skilgreininguna. Nú hefur félagið ákveðið að viðurkenna Suður-Íshafið formlega. Samkvæmt því verða heimshöfin því fimm á kortum og kortaatlösum sem það gefur út: Norður-Íshafið, Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf og Suður-Íshafið. „Fólk horfir til okkar um landfræðilegar staðreyndir: hversu margar heimsálfur, hversu mörg lönd, hversu mörg höf? Þar til nú höfum við sagt fjögur höf,“ segir Alex Tait, landfræðingur hjá félaginu, við Washington Post. Four oceans or five? It's #WorldOceansDay🌊 and National Geographic is making a change to recognize the Southern Ocean as a fifth official ocean in our atlases and maps! https://t.co/HSHRUAyWuE— National Geographic (@NatGeo) June 8, 2021 Ákvörðun félagsins er talin hafa mikil áhrif því að margir aðrir kortagerðarmenn fylgja fordæmi þess. Landafræðifélagið ætlar að halda sig við skilgreiningu IHO og miða við að Suður-Íshafið nái norður að sextugustu breiddargráðu suður. Drake-sund og Scotia-haf falla þannig fyrir utan Suður-Íshafið. Suður-Íshafið er sagt einkennast af öflugum pólhverfum hafstraumi sem streymir í kringum Suðurskautslandið í austur. Margir hafa heyrt talað um höfin sjö en það orðatiltæki á lítið skylt við formlega skilgreiningu á heimshöfunum. Í grein á Vísindavefnum kemur fram að talað hafi verið um sjö hóf í þúsundir ára á ólíkum menningarsvæðum í Evrópu. Stundum hafi verið átt við hafsvæði á þekktum siglingaleiðum, stundum hafi höfin sjö vísað til hafsvæða í næsta nágrenni en einnig fjarlægra og jafnvel óþekktra hafsvæða. Þannig þurfi ekki að vera að höfin sjö hafi endilega alltaf vísað til sjö tiltekinna hafsvæða heldur alveg eins notað sem samheiti yfir höfin eins og þau voru þekkt hverju sinni. Mörk Suður-Íshafsins eins og National Geographic Society skilgreinir þau.Matthew W. Chwastyk and Greg Ugiansky, NG Staff Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7. maí 2021 15:04 Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. 1. mars 2021 11:09 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Ekki voru allir á einu máli um nafnið og ytri mörkin þegar Alþjóðasjómælingastofnunin (IHO) lagði til útlínur Suður-Íshafsins, hafsvæðis sem nær frá ströndum Suðurskautslandsins í suðri til 60 breiddargráðu suður í norðri árið 2000. Þess vegna hefur Landafræðifélagið (e. National Geographic Society) merkt hafið á kortum en alltaf með fyrirvara um að ekki séu allir sáttir við skilgreininguna. Nú hefur félagið ákveðið að viðurkenna Suður-Íshafið formlega. Samkvæmt því verða heimshöfin því fimm á kortum og kortaatlösum sem það gefur út: Norður-Íshafið, Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf og Suður-Íshafið. „Fólk horfir til okkar um landfræðilegar staðreyndir: hversu margar heimsálfur, hversu mörg lönd, hversu mörg höf? Þar til nú höfum við sagt fjögur höf,“ segir Alex Tait, landfræðingur hjá félaginu, við Washington Post. Four oceans or five? It's #WorldOceansDay🌊 and National Geographic is making a change to recognize the Southern Ocean as a fifth official ocean in our atlases and maps! https://t.co/HSHRUAyWuE— National Geographic (@NatGeo) June 8, 2021 Ákvörðun félagsins er talin hafa mikil áhrif því að margir aðrir kortagerðarmenn fylgja fordæmi þess. Landafræðifélagið ætlar að halda sig við skilgreiningu IHO og miða við að Suður-Íshafið nái norður að sextugustu breiddargráðu suður. Drake-sund og Scotia-haf falla þannig fyrir utan Suður-Íshafið. Suður-Íshafið er sagt einkennast af öflugum pólhverfum hafstraumi sem streymir í kringum Suðurskautslandið í austur. Margir hafa heyrt talað um höfin sjö en það orðatiltæki á lítið skylt við formlega skilgreiningu á heimshöfunum. Í grein á Vísindavefnum kemur fram að talað hafi verið um sjö hóf í þúsundir ára á ólíkum menningarsvæðum í Evrópu. Stundum hafi verið átt við hafsvæði á þekktum siglingaleiðum, stundum hafi höfin sjö vísað til hafsvæða í næsta nágrenni en einnig fjarlægra og jafnvel óþekktra hafsvæða. Þannig þurfi ekki að vera að höfin sjö hafi endilega alltaf vísað til sjö tiltekinna hafsvæða heldur alveg eins notað sem samheiti yfir höfin eins og þau voru þekkt hverju sinni. Mörk Suður-Íshafsins eins og National Geographic Society skilgreinir þau.Matthew W. Chwastyk and Greg Ugiansky, NG Staff
Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7. maí 2021 15:04 Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. 1. mars 2021 11:09 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7. maí 2021 15:04
Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. 1. mars 2021 11:09