Orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen reyndist ekki á rökum reistur Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2021 18:43 Bóluefnaröð við Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Rúmlega kílómetra löng röð myndaðist við Laugardalshöll í dag þar sem bólusett var með Jansen bóluefninu. Aðeins helmings heimtur fengust úr boðun í morgun og var því gripið til skyndiboðunar til fleiri árganga. Bólusetja átti um 10.000 með Jansen á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tæplega helmingur boðaðra skilaði sér um morguninn. Jansen-bóluefnið hefur þriggja klukkustunda líftíma eftir að það er blandað og því voru fleiri árgangar boðaðir í bólusetningu með skyndi svo bóluefnið myndi ekki renna út. Úr varð að heljarinnar röð myndaðist frá Laugardalshöll og alla leið að læknamiðstöðinni í Glæsibæ. „Í morgun var frekar dræm þátttaka. Hún náði ekki 50 prósentum. Við sáum fyrir að það yrði frekar léleg þátttaka í dag. Við ákváðum að boða aðra árganga til viðbótar. Þá kom algjör sprengja. Kannsk eru yngri árgangarnir að mæta betur. Líka þegar fólk heyrir að það sé röð, þá er fólk duglegt að mæta,“ segir Ragnheiður Ósk Erlensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hefði verið betra að búta þennan hóp, sem var boðaður í dag, aðeins niður og dreifa honum yfir nokkra daga? „Það gæti verið. Þetta er rosalega jafnvægislist að þetta passi allt saman og gangi upp. Þetta er mikill fjöldi af fólki sem við erum að eiga við og mismunandi hvernig árgangarnir taka við sér. Við erum ennþá að reyna að átta okkur á þessu hegðunarmynstri.“ Tryggja þarf jafnvægi á milli mætingar og hversu margir skammtar eru blandaðir svo bóluefni fari ekki til spillis. Á þriðja tímanum í dag var ákveðið að vísa fólki frá og verðir settir við röðina svo fleiri myndu ekki bætast í hana. Þeir sem höfðu fengið boð en komust ekki að munu fá að mæta í bólusetningu á mánudag. Um klukkan fimm í dag hafði öll röðin verið bólusett en þó voru um sjö hundruð skammtar af bóluefni Janssen eftir. Því var brugðið á það ráð að leyfa öllum að freista þess að fá bólusetningu, þrátt fyrir að hafa ekki fengið boðun. „Þetta þarf að vera allt í jafnvægi og við getum aldrei spáð fyrir um þetta. Það var líka mikill orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen, þannig það gerði okkur stressuð í morgun. En svo snerist það algjörlega við rétt fyrir hádegi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Bólusetja átti um 10.000 með Jansen á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tæplega helmingur boðaðra skilaði sér um morguninn. Jansen-bóluefnið hefur þriggja klukkustunda líftíma eftir að það er blandað og því voru fleiri árgangar boðaðir í bólusetningu með skyndi svo bóluefnið myndi ekki renna út. Úr varð að heljarinnar röð myndaðist frá Laugardalshöll og alla leið að læknamiðstöðinni í Glæsibæ. „Í morgun var frekar dræm þátttaka. Hún náði ekki 50 prósentum. Við sáum fyrir að það yrði frekar léleg þátttaka í dag. Við ákváðum að boða aðra árganga til viðbótar. Þá kom algjör sprengja. Kannsk eru yngri árgangarnir að mæta betur. Líka þegar fólk heyrir að það sé röð, þá er fólk duglegt að mæta,“ segir Ragnheiður Ósk Erlensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hefði verið betra að búta þennan hóp, sem var boðaður í dag, aðeins niður og dreifa honum yfir nokkra daga? „Það gæti verið. Þetta er rosalega jafnvægislist að þetta passi allt saman og gangi upp. Þetta er mikill fjöldi af fólki sem við erum að eiga við og mismunandi hvernig árgangarnir taka við sér. Við erum ennþá að reyna að átta okkur á þessu hegðunarmynstri.“ Tryggja þarf jafnvægi á milli mætingar og hversu margir skammtar eru blandaðir svo bóluefni fari ekki til spillis. Á þriðja tímanum í dag var ákveðið að vísa fólki frá og verðir settir við röðina svo fleiri myndu ekki bætast í hana. Þeir sem höfðu fengið boð en komust ekki að munu fá að mæta í bólusetningu á mánudag. Um klukkan fimm í dag hafði öll röðin verið bólusett en þó voru um sjö hundruð skammtar af bóluefni Janssen eftir. Því var brugðið á það ráð að leyfa öllum að freista þess að fá bólusetningu, þrátt fyrir að hafa ekki fengið boðun. „Þetta þarf að vera allt í jafnvægi og við getum aldrei spáð fyrir um þetta. Það var líka mikill orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen, þannig það gerði okkur stressuð í morgun. En svo snerist það algjörlega við rétt fyrir hádegi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira